Fara í efni

Bæjarráð

651. fundur 28. apríl 2016 kl. 08:00 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Viktoría Sif Kristinsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Jöfnunarsjóði sveitarfélaga frá 7. apríl 2016.

1604031

Í bréfinu er kynnt endanlegt framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Hveragerðisbæjar árið 2016 vegna nýbúafræðslu. Alls fær Hveragerðisbær kr. 2.760.000.-
Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 20. apríl 2016.

1604026

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 22. apríl 2016.

1604027

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 22. apríl 2016.

1604028

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Lánasjóði sveitarfélaga ohf frá 14. apríl 2016.

1604017

Í bréfinu er kynnt arðgreiðsla sem Lánasjóður sveitarfélaga ohf mun greiða vegna ársins 2015. Hveragerðisbær fær kr. 5.020.800.- Í áætlun er gert ráð fyrir 3.500.000.- í arð.
Lagt fram til kynningar.

6.Samtökum ferðaþjónustunnar frá 11. apríl 2016.

1604032

Í bréfinu er kynnt starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála sem er samráðsvettvangur stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð fagnar því frumkvæði sem tekið var með stofnun Stjórnstöðvarinnar og bindur vonir við að með þeirri starfsemi verði skipulag, fjárframlög og fyrirkomulag ferðaþjónustunnar í fastari skorðum en áður hefur verið.

7.Landskerfi bókasafna frá 14. apríl 2016.

1604020

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf sem haldinn verður 10. maí í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Hlíf Arndal forstöðumaður bókasafnsins verði fulltrúi Hveragerðisbæjar á aðalfundinum.

8.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2016.

1604029

Með bréfinu fylgdi undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að taka þátt í tilrauninni með það að markmiði að þjónusta við íbúa bæjarins verði betri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun þá geta farið fram á opnunartíma bæjarskrifstofu og í umsjón starfsmanna bæjarins. Bæjarráð vill þó koma á framfæri að rétt hefði verið að ríkisvaldið greiddi sveitarfélögunum fyrir þessa þjónustu sem er klárlega utan lögbundinna verkefna sveitarfélaganna.

9.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 31. mars 2016.

1604022

Í bréfinu er rætt um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar á þessum fundi en erindið verður aftur til umræðu á fundi bæjarstjórnar í maí.

10.Sigríði E. Sigmundsdóttur frá 19. apríl 2016.

1604030

Í bréfinu óskar bréfritari sem er leigutaki að tjaldsvæði Hveragerðisbæjar við Reykjamörk og á Árhólmum eftir fundi með bæjarstjóra til að ræða bætta þjónustu og aðstöðu á tjaldsvæðunum.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var gert ráð fyrir 1 mkr í viðhald tjaldsvæðislóðar og 200 þús í viðhald húss. Bæjarstjóra er falið að ræða við bréfritara og gera tillögu til bæjarráðs um framhald málsins.

11.Landgræðslu ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands frá apríl 2016.

1604037

Í bréfinu er rætt um niðurstöður úr úttekt sem gerð var á ástandi lands á föstum mælistöðvum í úthögum haustið 2015.
Lagt fram til kynningar.

12.Eignarhaldsfélagi Suðurlands frá 13. apríl 2016.

1604039

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf þann 28. apríl á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Hveragerðisbæjar á fundinum verði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri.

13.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 26. apríl 2016.

1604040

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Roberts S. Scobie um nýtt rekstrarleyfi til að reka veitingastað "Pasta & Panini" kt 430316-1170 í flokki I að Breiðumörk 10.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að sýslumaður veiti umrætt
leyfi

14.Guðjóni H. Auðunssyni frá 26. apríl 2016.

1604041

Í bréfinu óskar Guðjón eftir styrk frá Hveragerðisbæ vegna þátttöku hans í Ólympíukeppni í stærðfræði sem haldin er í Hong Kong í sumar.
Bæjarráð óskar Guðjóni Helga innilega til hamingju með einstakan árangur og samþykkir að undirbúningur hans fyrir keppnina samsvari vinnu í Vinnuskóla Hveragerðisbæjar.

15.Drög að leigusamningi vegna aðstöðu fyrir farsímastöð í vallarhúsi við Hamarshöll.

1604018

Lögð fram drög að leigusamningi við Símann hf um aðstöðu fyrir farsímastöð og tilheyrandi búnað í vallarhúsi við Hamarshöll.
Leigusamningurinn samþykktur samhljóða.

16.Lóðarumsókn Heiðmörk 46.

1604019

Lögð fram lóðarumsókn frá Kristni H. Runólfssyni um lóðina Heiðmörk 46
Bæjarráð samþykkir að úthluta Kristni H. Runólfssyni lóðinni Heiðmörk 46 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

17.Minnisblað frá bæjarstjóra - Tölugögn um samsetningu og fjölda ferðamanna.

1604033

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 26. apríl 2016 vegna kaupa á tölugögnum um samsetningu og fjölda ferðamanna í Hveragerði fyrir árin 2010, 2013 og 2015.
Bæjarráð samþykkir að kaupa skýrslu af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar sem gerir grein fyrir fjölda og samsetningu ferðamanna í Hveragerði árin 2010, 2013 og 2015.

Í ljósi þeirrar öru þróunar og miklu aukningar á komum ferðamanna til landsins hefur mikilvægi vandaðrar gagnaöflunar aukist til muna. Það er því mikilvægt að hafa góðan samanburð milli tímabila og að hafa í höndunum gögn sem hægt er að vísa til þegar unnið er að markaðssetningu bæjarins.

18.Minnisblað frá bæjarstjóra - Atvinnulóðir lausar til úthlutunar.

1604034

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 26. apríl 2016 vegna atvinnulóða sem eru lausar til úthlutunar í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa lausar til umsóknar lóðir til atvinnuuppbyggingar í Hveragerði. Um er að ræða fjögur svæði í bæjarfélaginu sem henta fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi: Tivoli lóðin, svæði við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal, athafnasvæði sunnan við Suðurlandsveg við Vorsabæ og Gróðurhúsalóðir.

Þeir aðilar sem fengið hafa forgang að lóðum að undanförnu hafa ekki skilað inn formlegri lóðarumsókn innan þess tímaramma sem þeim var veittur og því er eðlilegt að bæjarráð komi því á framfæri við aðra áhugasama að þessi svæði séu laus til umsóknar.

19.Minnisblað frá umhverfisfulltrú - Laun og vinnutilhögun í vinnuskóla sumarið 2016.

1604035

Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa vegna launa og vinnutilhögunar í vinnuskóla sumarið 2016.
Bæjarráð samþykkir að vinnutímabil vinnuskóla verði 7 vikur eða frá 8. júní til 27. júlí og vinnutími verði frá klukkan 9:30 - 12 og frá 13 - 15:30 alla virka daga.
Laun í vinnuskóla verði hlutfall af launaflokki 116-1 í kjarasamningi FOSS.

8. bekkur fái 33% eða kr 608 á tímann með orlofi.
9. bekkur fái 40% eða kr. 737 á tímann með orlofi.
10. bekkur fái 50% eða kr. 922 á tímann með orlofi.

Bæjarráð samþykkir að þessi launasetning vinnuskóla gildi þar til annað verður ákveðið.

20.Minnisblað frá bæjarstjóra - námsferð sveitarstjórnarmanna.

1604036

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna fyrirhugaðrar námsferðar sveitarstjórnarmanna á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til Svíþjóðar til að kynna sér íbúalýðræði hjá sænskum sveitarfélögum.
Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, forseti bæjarstjórnar, 1 fulltrúi frá Samfylkingunni og 1 fulltrúi frá Framsóknaflokknum fari í ferðina.

Það er ljóst að mikilvægi samráðs við íbúa er sífellt að aukast og kröfur eru gerðar til bæjarfélaga um að þau sinni slíku með góðum og skilmerkilegum hætti. Aftur á móti er jafn ljóst að sveitarfélög eru misjafnlega á vegi stödd hvað þetta varðar og því er mikilvægt að þau sæki sér upplýsingar og kunnáttu til þeirra sem eru framar en við á þessu sviði.

21.Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 1. apríl 2016.

1604021

Lögð fram til kynningar.

22.Heilsulindarsamtökum Íslands frá 25. feb 2016.

1604023

Lögð fram til kynningar.

23.Bergrisanum Bs. frá 4. apríl 2016.

1604024

Lögð fram til kynningar.

24.Brunavörnum Árnessýslu frá 19. apríl 2016.

1604025

Lögð fram til kynningar.

25.Héraðssambandinu Skarphéðni frá 12. mars 2016.

1604038

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?