Fara í efni

Bæjarráð

730. fundur 05. desember 2019 kl. 08:00 - 08:56 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 29.nóvember 2019.

1911065

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Heilsustofnun frá 25.nóvember 2019.

1911069

Í bréfinu óskar Heilsustofnun NLFÍ um samvinnu við Hveragerðisbæ um útgáfu á vönduðum bæklingi til að kynna starfsemi sína.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í gerð bæklingsins með kaupum á auglýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

3.Leigusamningur - Tjaldsvæðið í Hveragerði 2019 - 2023.

1911070

Lagður fram leigusamningu við Plís ehf um Tjaldsvæði við Reykjamörk í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á samningurinn verði samþykktur.

4.Samningur um beitarafnot - Hestamannafélagið Ljúfur.

1912009

Lagður fram samningur við Hestamannafélagið Ljúf um beitarafnot af Sólborgarsvæðinu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á samningurinn verði samþykktur.

5.Tilboð frá Eflu - Granni 2020.

1911068

Lagt fram tilboð frá Eflu í nýjan Granna svo kallaðan Granna 2020.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

6.Tilboð frá Lotu verkfræðistofu - Myndavélakerfi.

1912004

Lagt fram tilboð frá Lotu við hönnun myndavélakerfis fyrir grunnskólanna og íþróttahúsið.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn á taka tilboðinu.

7.Tilboð frá One systems - Þjónustugátt.

1912001

Lagt fram tilboð frá One system í lausn á rafrænum umsóknum á heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboðinu.

8.Minnisblað frá bæjarstjóra - Málefni ungra barna í Hveragerði.

1912005

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 3. desember þar sem rætt er um að Hveragerðisbær kaupi fjölburakerru sem dagforeldri fái til afnota.
Bæjarráð samþykkir að kaupa kerruna.

9.Minnisblað frá umhverfisfulltrúa - Snjallgangbraut á Breiðumörk.

1911064

Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa þar sem hann ræðir um uppsetningu á snjallgangbraut yfir Breiðumörk við Skyrgerðina sem að mörg skólabörn þurfa að fara yfir.
Bæjarráð samþykkir að kaupa og láta setja upp búnað fyrir snjallgangbraut.

10.Samningur um akstur í Hamarshöll - Landferðir.

1911067

Lagður fram samningur við Landferðir um akstur á skólabörnum frá Skólaseli/íþróttahúsi til Hamarshallar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

11.Samningur um móttöku blandaðs úrgangs - Íslenska gámafélagið.

1912007

Lagður fram samningur við Íslenska gámafélagið ehf vegna móttöku á almenum blönduðum úrgangi til orkuendurvinnslu.
Afgreiðslu á málinu frestað til næsta bæjarstjórnarfundar.

12.Verkfundargerð - Gatnagerð Kambaland frá 20.nóvember 2019.

1911071

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Fundargerð aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands frá 25.október 2019.

1912008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 26.nóvember 2019.

1911072

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 15.október 2019

1912006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 29.nóvember 2019.

1911073

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:56.

Getum við bætt efni síðunnar?