Fara í efni

Bæjarráð

725. fundur 19. september 2019 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11.september 2019.

1909028

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi í Gróðurhúsi Þelamörk 29 frá Einfalt ehf.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 11.september 2019.

1909030

Í bréfinu er kynnt úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir árið 2019. Grunnskólinn í Hveragerði fær úthlutað kr. 481.000.-
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Gallup frá 6.september 2019.

1909032

Í bréfinu er kynnt að Gallup er að fara af stað með rannsóknina "Þjónusta stærstu sveitarfélaga 2019" og er Hveragerðisbæ boðið að vera þátttakandi í henni.
Bæjarráð samþykkir að vera með í grunnpakka rannsóknarinnar.

4.Bréf frá Agli Gústafssyni frá 15.september 2019.

1909029

Í bréfinu ræðir bréfritari um staðsetningu gangbrautar sem þverar Þelamörk til vesturs við Breiðumörk.
Erindinu vísað til umhverfisfulltrúa.

5.Minnisblað frá bæjarstjóra - Nýbygging við Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili.

1909039

Í minnisblaðinu kemur fram að Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt að áform um nýbyggingu við Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili hafi hlotið samþykki og að undirbúningur að framkvæmdum muni hefjast á allra næstu vikum.
Bæjarráð fagnar áformum um nýbyggingu við Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði. Að þessu markmiði hefur verið ötullega unnið að undanförnu og hafa viðbrögð heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis verið til fyrirmyndar. Fyrir það ber að þakka. Í framhaldi af þessari ákvörðun mun verða ráðist í formlega samninga sem byggja á þeim tillögum sem þegar hafa verið kynntar bæjarráði, með það að markmiði að framkvæmdir geti hafist hið fyrsta.

6.Samningur um afnotarétt - Lagnaþjónustan.

1909037

Lagður fram samningur um afnotarétt við Lagnaþjónustuna ehf um 25m2 húsnæði sem er samtengt við Austurmörk 20 .
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

7.Langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum - yfirfarið 2019.

1909038

Lögð fram áætlun um langtímaviðbrögð við samfélagslegum áföllum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina sem hér hefur verið yfirfarin í samræmi við ákvæði í áætluninni.

8.Rekstraryfirlit frá janúar - ágúst 2019.

1909034

Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins 2019.
Bæjarráð hefur yfirfarið rekstraryfirlitið og fengið skýringar bæjarstjóra og skrifstofustjóra á ýmsu sem þar kemur fram. Viðaukar hafa verið lagðir fram þar sem það hefur verið nauðsynlegt. Að öðru leyti gerir bæjarráð ekki athugasemdir við yfirlitið og er það lagt fram til kynningar.

9.Verkfundur 8 - Gatnagerð Kambaland frá 10.september 2019.

1909031

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.ágúst 2019.

1909033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 3.september 2019.

1909036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 3.september 2019.

1909035

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Getum við bætt efni síðunnar?