Bæjarráð
Dagskrá
1.Þingsályktunartillaga frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
1909021
Lögð fram tillaga til þingsályktunar frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Frestur til umsagnar er til 10. sept.
2.Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 27.ágúst 2019.
1909002
Í bréfinu er rætt um minningardag Sameinuðu þjónanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Á þessu ári verður minningardagurinn sunnudaginn 17. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 22.ágúst 2019.
1909009
Í bréfinu er boðað til ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga SASS sem haldinn verður 24. og 25. október nk. á Hótel Geysi í Bláskógabyggð. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Hveragerðisbær á 5 fulltrúa á aðalfund SASS og HES og 1 fulltrúa á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands. Kjörbréf frá Hveragerðisbæ hafa verið send.
4.Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands frá 14.ágúst 2019.
1909012
Í bréfinu er rætt um verkefnið Göngum í skólann en það verður sett í tólfta sinn 4. september nk.
Bæjarráð hvetur skólastjórnendur í Hveragerði til að kynna verkefnið fyrir foreldrum og forráðamönnum auk þess sem verkefnið verður kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.
5.Bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri frá 12.ágúst 2019.
1908024
Í bréfinu er óskað eftir því að Hveragerðisbær greiði kennslukostnað vegna nemenda að fullu sem áætlar að stunda söngnám á grunnstigi við skólann næsta vetur. Bæjarfélagið mun geta sótt um endurgreiðslu hluta kostnaðarins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skv. 7. gr. reglna um framlög til eflingar á tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda.
Bæjarráð samþykkir erindið enda liggi staðfesting á að um einingabært nám sé að ræða við framhaldsskóla áður en framlagið er greitt. Jafnframt er samþykkt að við gerð fjárhagsáætlunar verði ákveðin upphæð sett til stuðnings þeim nemendum sem falla undir 7. grein reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði til stuðnings við tónlistarnám og jöfnunar á aðstöðumun nemenda og miðist stuðningur bæjarfélagsins við það að hann fari ekki umfram þá upphæð.
6.Bréf frá Félagi heyrnalausra frá 27.ágúst 2019.
1908022
Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ í tilefni 60 ára afmælis félagsins.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
7.Bréf frá Hjálparsveit skáta í Hveragerði frá 28.ágúst 2019.
1908025
Í bréfinu hvetur Hjálparsveit skáta Hveragerðisbæ til að samþykkja ósk Neyðarlínunnar ohf um framkvæmdaleyfi fyrir fjarskiptamastri fyrir neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi TETRA á Hamrinum í landi Öxnalækjar. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 13. júní sl.
Bæjarráð telur ekki æskilegt að sett verði mastur á þann stað sem Neyðarlínan hefur stungið upp á þar sem það myndi gjörbreyta þeirri ásýnd sem nú er úr Kömbunum yfir bæjarfélagið. Þeim skilaboðum hefur verið komið til forsvarsmanna Neyðarlínunnar með þeim skilaboðum einnig að bæjaryfirvöld eru tilbúin til viðræðna um aðrar staðsetningar sem taldar eru ekki síðri með tilliti til þeirra hagsmuna sem þarna er um að ræða.
8.Bréf frá Íþróttasambandi lögreglumanna frá 2.september 2019.
1909014
Í bréfinu óskar Íþróttasamband lögreglumanna eftir stuðningi frá Hveragerðisbæ vegna útgáfu bæklings um hraðakstur og afleiðingar hans.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.
9.Bréf frá sjónvarpstöðinni N4 frá 14.ágúst 2019.
1909001
Í bréfinu þakkar N4 fyrir stuðning Hveragerðisbæjar við gerð þátta "Garðarölt í blómabænum Hveragerði". Jafnframt lýsir N4 yfir áhuga á að gera fleiri sjónvarpsþætti í samstarfi við Hveragerðisbæ og atvinnulífið á næsta ári.
Bæjarráð þakkar fyrir gott samstarf og einstaklega góða og faglega vinnu við gerð sjónvarpsþáttanna "Garðarölt í blómabænum Hveragerði" í sumar. Þættirnir vöktu mikla athygli og því er jákvætt ef þeir verða nú endursýndir enda gefa þeir góða mynd af því fjölbreytta mannlífi og grósku sem er í bæjarfélaginu.
10.Bréf frá Samtökum grænkera á Íslandi frá 20.ágúst 2019.
1908023
Í bréfinu hvetja bréfritarar til að dregið verði úr neyslu dýraafurða til að minnka kolefnisspor máltíða. Hvetja þau sveitarfélög til að bjóða upp á grænkerafæði í skólum landsins.
Bæjarráð þakkar góða hvatningu Samtaka grænkera á Íslandi. Í mötuneytum á vegum Hveragerðisbæjar er grænmeti og grænmetisréttir í hávegum haft enda er ekki langt að sækja hvatningu til slíks lífsstíls þar sem Heilsustofnun NLFÍ sem starfsrækt hefur verið hér í Hveragerði í áratugi er brautryðjandi á því sviði. Í kjölfar hvatningar grænkera hvetur bæjaráð yfirmenn mötuneyta til að auka enn framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum þó dýraafurðir, kjöt og fiskur verði áfram í boði í mötuneytunum.
11.Bréf frá Fjallahjólaskólanum frá 29. ágúst 2019.
1908021
Í bréfinu óskar Fjallahjólaskólinn eftir að Hveragerðisbær niðurgreiði námskeið fyrir börn sem hafa áhuga á að mæta á námskeið hjá þeim í hjólafærni á götu, malarvegi og einnig á slóðum og stígum í náttúrunni sem haldið væri í Hveragerði.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en heimilar að hægt sé að fella námskeiðsgjöldin undir frístundastyrkjafyrirkomulag bæjarins og sækja þar með um frístundastyrk vegna námskeiðsins til bæjarins hafi börnin ekki þegar fullnýtt sinn árlega styrk.
12.Bréf til bæjarráðs frá starfsfólki Leikskólans Undralands ágúst 2019.
1909006
Í bréfinu lýsa starfsmenn Leikskólans Undralands yfir einlægum vilja sínum til að halda sitjandi leikskólastjóra Undralands, Önnu Erlu Valdimarsdóttur áfram sem leikskólastjóra.
Lagt fram til kynningar.
13.Bréf frá IOGT á Íslandi frá 19.ágúst 2019.
1909020
Með bréfinu fylgdi bæklingur sem fjallar um áhrif áfengis á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en samtökin telja að skjótvirkasta leiðin til að ná markmiðunum sé að neyta ekki áfengis (eða annarra fíkniefna).
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi IOGT og felur nefndum bæjarins að hafa þau til hliðsjónar við innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélaginu.
14.Bréf frá Halldóru Sigurðardóttur og Einari Michael Guðjónssyni frá 21.ágúst 2019.
1909008
Fært í trúnaðarmálabók.
15.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
1909003
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Álftaneskóla skólaárið 2019-2020.
Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli rökstuðnings sem fram kom á fundinum. Hveragerðisbær samþykkir greiðslur samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
16.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
1909004
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Vallaskóla hluta af skólaárinu 2019-2020.
Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli rökstuðnings sem fram kom á fundinum, að hámarki til jóla. Hveragerðisbær samþykkir greiðslur samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
17.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
1909005
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í Vallaskóla hluta af skólaárinu 2019-2020.
Bæjarráð samþykkir erindið á grundvelli rökstuðnings sem fram kom á fundinum, að hámarki til jóla. Hveragerðisbær samþykkir greiðslur samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
18.Minnisblað frá umhverfisfulltrúa: Endurnýjun fráveitu í hluta Heiðmerkur.
1909007
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa vegna endurnýjun á hluta fráveitu í hluta Heiðmerkur.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í verkið en áætlaður kostnaður við framkvæmdina er kr. 3.700.000.-
Tillaga um fjármögnun verði lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.
Tillaga um fjármögnun verði lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.
19.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Bókasafn.
1909011
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa hjá bókasafninu vegna veikinda upp á kr. 500.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Fjárhæðin fari af lið 21010-9980 til síðari ráðstöfunar.
20.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Óskaland.
1909019
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna launa hjá mötuneyti leikskólanna vegna veikinda upp á kr. 2.120.000.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Fjárhæðin fari af liðum 21010-9980 til síðari ráðstöfunar og 21010-9990 annar kostnaður.
21.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Jafnlaunavottun.
1909013
Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna jafnlaunavottunar fyrir Hveragerðisbæ.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gera samning við Strategiu um jafnlaunavottun á grundvelli þeirra upplýsinga sem lágu fyrir fundinum.
22.Minnisblað frá bæjarstjóra - Gufulögn til golfskála.
1909018
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 3. september 2019 vegna gufulagnar til golfskála.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrk til Golfklúbbsins í Gufudal að upphæð 2,5 m.kr til lagfæringar á gufulögninni að húsnæði klúbbsins.
23.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 29.júlí 2019.
1908028
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
24.Verkfundargerð 6 - Gatnagerð Kambaland 13.ágúst 2019.
1908026
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
25.Verkfundargerð 7 - Gatnagerð Kambaland frá 27.ágúst 2019.
1908027
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
26.Fundargerð stjórnar SASS frá 16.ágúst 2019.
1909015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
27.Fundargerð Bergrisans frá 26.ágúst 2019.
1909017
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
28.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 13.ágúst 2019.
1909010
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
29.Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 20.ágúst 2019.
1909016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:58.
Getum við bætt efni síðunnar?
Þingsályktunartillagan byggir á þeirri vinnu sem kynnt var í grænbók er lögð var fram í sumar. Bæjarráð ályktaði þá um málið og var þeim sjónvarmiðum komið á framfæri í samráðsgátt.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókun um málið og telur að mikilvægt sé að sveitarfélög á Íslandi geti séð um lögbundna þjónustu við íbúa án þess að vera um of háð samstarfsverkefnum. Mikilvægi þess að sveitarfélögin geti tekið á við fjölbreytt verkefni dagsins í dag verður ekki ofmetið og að þau séu einnig í stakk búin til að taka á móti nýjum verkefnum. Skipan sveitarstjórnarstigsins verður að vera með þeim hætti að sveitarfélög séu öflugar stjórnsýslueiningar þannig að íbúum landsins séu tryggð sem jöfnust réttindi og aðgangur að þjónustu í sinni heimabyggð.
Bæjarráð vill jafnframt ítreka það sjónarmið að full ástæða er til að skoða breytingu sveitarfélagamarka samhliða sameiningu sveitarfélaga þannig að hvert sveitarfélag nái yfir það svæði sem íbúar sækja þjónustu til.
Tillögur Jöfnunarsjóðs um heimanmund til sameinaðra sveitarfélaga eru jákvæðar og ættu þær að hvetja sveitarfélög til að kanna kosti sameiningar óháð því hvort þau falla undir umrædd stærðarmörk eða ekki. Mikilvægt er að til komi nýir fjármunir frá ríki til Jöfnunarsjóðs eigi þeir að liðka fyrir sameiningum og því að umrædd tillaga verði samþykkt á Alþingi.