Fara í efni

Bæjarráð

721. fundur 18. júlí 2019 kl. 08:00 - 09:05 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. júlí 2019.

1907018

Í bréfinu er rætt um jafnlaunavottun. Hveragerðisbær þarf að innleiða jafnlaunakerfi samkvæmt Jafnlaunastaðli ÍST 85 fyrir 31. desember 2019.
Bæjarstjóra falið að leita tilboða í aðstoð við gerð jafnlaunavottunar fyrir Hveragerðisbæ.

2.Bréf frá starfshóp um húsnæðisúrræði nemenda við FSu frá 4. júlí 2019.

1907008

Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga vinnuhóps um heimavist við FSu að sameiginlegri ályktun sveitarfélaga á Suðurlandi;

Sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.

Greinargerð:
Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.
Bæjarráð Hveragerðis þakkar vinnuhópnum fyrir ályktunina og felur bæjarstjóra að undirrita ályktunina fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

3.Bréf frá Örnefnanefnd frá 26. júní 2019.

1907017

Í bréfinu er rætt um ensk nöfn á íslenskum stöðum. Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi.
Örnefnanefnd beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp en sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi.
Vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.Bréf frá Eflingu stéttarfélagi frá 3. júlí 2019.

1907009

Í bréfinu er farið yfir stöðuna í kjaramálum félagsmanna Eflingar - stéttarfélags sem starfa hjá sveitarfélögum.
Efling - stéttarfélag óskar eftir því að sveitarfélög greiði starfsmönnum sem starfa eftir samningi Eflingar sömu innágreiðslu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur samið um við önnur stéttafélög.
Enginn starfsmaður hjá Hveragerðisbæ starfar eftir samningi Eflingar. Bæjarráð vill einnig ítreka að Hveragerðisbær hefur falið Sambandi íslenskra sveitarfélaga alla samningagerð og styður samninganefnd heilshugar í þessu máli.

5.Bréf frá Einari Michael Guðjónssyni og Halldóru Sigurðardóttur frá 2. júlí 2019.

1907007

Fært í trúnaðarmálabók.

6.Bréf frá Einar Michael Guðjónssyni og Halldóru Sigurðardóttur frá 15. júlí 2019.

1907016

Fært í trúnaðarmálabók.

7.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 12. júlí 2019.

1907015

Með bréfinu fylgdu drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Óskað er eftir að hluteigandi haghafar geri athugasemdir við stefnuna fyrir 23. ágúst n.k.
Bæjarfulltrúar og nefndarmenn Umhverfisnefndar eru hvattir til að kynna sér vel stefnuna og gera athugasemdir til umhverfisfulltrúa telji þeir þörf á því. Nefndin er einnig hvött til þess að fjalla um málið á næsta fundi sínum.

8.Drög að þjónustusamningi við Reykjadalsfélagið - TRÚNAÐARMÁL

1907019

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Reykjadalsfélagið um rekstur á Árhólmasvæðinu.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningnum til næsta fundar bæjarráðs.

9.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.

1907014

Jóna Birna Jónsdóttir starfsmaður á leikskólanum Óskalandi óskar eftir styrk vegna diplómanáms í leikskólafræðum í háskóla.
Bæjarráð samþykkir styrkinn enda uppfyllir umsókn öll skilyrði um styrk til nema í leikskólakennarafræðum.

10.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 9. júlí 2019.

1907013

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Verkfundargerð gatnagerð Kambalandi frá 02. júlí 2019.

1907010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Bergrisans frá 26. júní 2019.

1907011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð stjórnar SASS frá 28. júní 2019.

1907012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Getum við bætt efni síðunnar?