Bæjarráð
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 10.júní 2019.
1906044
Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um nám nemanda sem er með lögheimili í Hveragerði.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu. Bæjarstjóri hefur þegar óskað eftir frestun á að svara erindinu vegna sumarleyfa.
2.Bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 24.júní 2019.
1906050
Í bréfinu er kynnt fasteignamat fyrir árið 2020. Í Hveragerði hækkar fasteignamat um 12,5%.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 19.júní 2019.
1906049
Í bréfinu eru upplýsingar til sveitarfélaga um nýtt starfsheiti leiðsagnarkennara.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. júní 2019.
1906051
Með bréfinu er yfirlýsing frá fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 21. júní 2019 um samstarf sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóanna.
Bæjarráð Hveragerðis fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjónanna um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftlagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftlagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð lýsir sig tilbúið til þátttöku í samráðsvettvangnum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuð þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun bæjarráð beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Loks áréttar bæjarráð mikilvægi þess að tryggð verði aðkoma sveitarfélaga að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna er tengjast loftlagsbreytingum og sjálfbærni þróun samfélagsins.
Bæjarráð telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftlagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftlagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Bæjarráð lýsir sig tilbúið til þátttöku í samráðsvettvangnum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuð þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun bæjarráð beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.
Loks áréttar bæjarráð mikilvægi þess að tryggð verði aðkoma sveitarfélaga að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna er tengjast loftlagsbreytingum og sjálfbærni þróun samfélagsins.
5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. júní 2019.
1906052
Í bréfinu er bókun frá sambandinu vegna álagsprósenta fasteignaskatts. Sambandið hvetur sveitarfélög til að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árið 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig hvetur sambandið sveitarfélög til að hækka ekki gjaldskrár sínar umfram 2,5% að hámarki árið 2020.
Lagt fram til kynningar. Ákvörðun um gjaldskrár og álagningar hlutfall fasteignagjalda verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar. Hveragerðisbær hefur undanfarin ár ekki hækkað gjaldskrár umfram hækkun vísitölu ársins á undan og hefur lækkað álagningar hlutföll fasteignagjalda vegna hækkaðs fasteignamats.
6.Bréf frá Skógræktinni frá júní 2019.
1906046
Í bréfinu er rætt um bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlinda á Íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlanir í skógrækt.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Búmönnum hsf ódagsett.
1906047
Í bréfinu er fréttatilkynning frá Búmönnum hsf um rekstur félagsins árið 2018.
Lagt fram til kynningar.
8.Bréf frá Borgartúni ehf ódagsett.
1906048
Í bréfinu óskar bréfritari, sem er lóðarhafi að Hlíðarhaga, Hveragerði eftir viðræðum við Hveragerðisbæ vegna gatnagerðar og frágangs skolps á lóð sinni Hlíðarhaga.
Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9.Bréf frá íbúum við Brúarhvammsveg í Ölfusi frá 15.apríl 2019.
1906045
Í bréfinu, sem er afrit af bréfi til Sveitarfélagsins Ölfuss, óska allir lóðarhafar við Brúarhvammsveg í Ölfusi eftir að sveitarfélagamörkum verði breytt þannig að hús þeirra, lóðir og annað sem þeim fylgi tilheyri framvegis sveitarfélaginu Hveragerði.
Bæjarráð fagnar erindinu enda hefur Hveragerðisbær áður óskað eftir breytingu á sveitarfélagamörkum. En líkt og fram kemur í bréfinu hafa íbúar við Brúarhvammsveg sótt alla nær- og grunnþjónustu í Hveragerði.
10.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 12. júní 2019.
1906053
Með bréfinu er óskað eftir umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi frá Tveim hröfnum ehf til sölu veitinga í flokki II fyrir Hofland eatery Sunnumörk 2, fasteignanúmer 227-8321.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
11.Bréf frá Sveini B. Sigurjónssyni og Guðrúnu S. Friðriksdóttur frá 27. júní 2019.
1907006
Í bréfinu óska lóðarhafar Varmá 2 um stækkun á lóð sinni um 5 metra til norðurs.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar deiliskipulags á svæðinu.
12.Minnisblað frá bæjarstjóra - Uppfærsla á loftmyndum af Hveragerðisbæ.
1906055
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna uppfærslu á loftmyndum af Hveragerðisbæ á vefum upplýsingaveitna svo sem www.ja.is, www.1819.is, google maps og fleirum.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir endurnýjun þessara loftmynda svo bæjarfélagið sé sýnt með réttum hætti á upplýsingavefjum.
13.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Tjaldstæði stækkun útiskýlis
1906054
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa um stækkun á útiskýli við þjónustuhús tjaldsvæðis Hveragerðis. Áætlaður kostnaður er um 3 milljónir.
Bæjarráð samþykkir að fara í stækkunina. Kostnaður rúmast innan fjárfestingaráætlunar.
14.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2019.
1907001
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. maí 2019.
1907002
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 25. júní 2019.
1907003
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 25. júní 2019.
1907004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 11. júní 2019.
1907005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Getum við bætt efni síðunnar?