Bæjarráð
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Velferðarnefnd Alþingis frá 8. mars 2016
1603019
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Velferðarnefnd Alþingis frá 7. mars 2016
1603020
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 2. mars 2016.
1603023
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 2. mars 2016.
1603024
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfnisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Samband íslenskra sveitarfélaga frá 1. mars 2016.
1603025
Í bréfinu er boðað á XXX. landsþing sambandsins sem haldið verður 8. apríl 2016 á Grand hóteli í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar en fulltrúar Hveragerðisbæjar á landsþinginu eru Aldís Hafsteinsdóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir.
6.N4 frá 17. febrúar 2016.
1603018
Í bréfinu óskar sjónvarpsstöðin N4 eftir áframhaldandi samstarfi við Hveragerðisbæ vegna þáttarins "Að sunnan".
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að taka þátt í þessu verkefni.
7.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars 2016
1603032
Í bréfinu er kynntur fundur sem fulltrúar sambandsins áttu með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að ræða þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á íþróttavöllum.
Lagt fram til kynningar en áður hefur komið fram að bæjarstjórn hefur þegar ákveðið að skipta út gervigrasi og þar með gúmikurli á gervigrasvellinum við grunnskólann og er gert ráð fyrir þeirri framkvæmd á fjárhagsáætlun ársins 2016.
8.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2016
1603035
Í bréfinu er kynnt að meirihluti félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands hafa samþykkt að hefja verkfall þann 4. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar en hjá Hveragerðisbæ er einn starfsmaður í Sjúkraliðafélagi Íslands.
9.Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 2. mars 2016.
1603036
Í bréfinu er rætt um flokkun baðstaða í náttúrunni. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vinnur nú að flokkun baðstaða á Suðurlandi og óskar eftir samvinnu við sveitarfélög á starfsvæði embættisins við þá vinnu.
Bæjarstjóra falið að koma athugasemdum bæjarráðs við staðsetningar á framfæri en að öðru leyti er bréfið lagt fram til kynningar.
10.Samningar um hönnun vegna leikskóla við Þelamörk 62
1603026
Lagðir fram samningar vegna hönnunar á leikskóla við Þelamörk 62.
Samningur við ASK arkitekta um hönnun leikskólans, samningur við Mannvit um verkfræðihönnun og samningur við Landhönnun um hönnun lóðar.
Samningur við ASK arkitekta um hönnun leikskólans, samningur við Mannvit um verkfræðihönnun og samningur við Landhönnun um hönnun lóðar.
Samningarnir samþykktir samhljóða.
11.Umsókn um lóðina Mánamörk 1
1603028
Stoðverk byggingarverktakar sækja um lóðina Mánamörk 1.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Stoðverki byggingaverktökum lóðinni Mánamörk 1 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.
12.Umsókn um lóðirnar Heiðmörk 45-47
1603029
SR-Verk sækir um lóðirnar Heiðmörk 45-47.
Bæjarráð samþykkir að úthluta SR-Verki lóðunum Heiðmörk 45-47 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.
13.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun
1603014
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Óskalandi að upphæð kr. 5.156.000.- vegna veikinda starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir viðaukann. Mótbókun verði af lið 21-01-9980-1 til síðari ráðstöfunar vegna starfsmanna.
14.Minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna fjárhagsaðstoðar Hveragerðisbæjar febrúar 2016
1603033
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings vegna stöðu fjárhagsaðstoðar í Hveragerði í febrúarmánuði 2016.
Lagt fram til kynningar.
15.Drög að 70 ára afmælisdagskrá Hveragerðisbæjar.
1603034
Lögð fram drög að 70 ára afmælisdagskrá Hveragerðisbæjar 2016 sem er afrakstur hugmyndavinnu menningar-, íþrótta- og frístundanefndar og umhverfisnefndar ásamt starfsmönnum og bæjarfulltrúum.
Bæjarráð fagnar metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá sem unnin hefur verið í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins. Efna á til fjölbreyttra viðburða af ýmsum toga frá sumardeginum fyrsta og út árið. Stefnt er að notkun samfélagsmiðla til kynningar á dagskrárliðum en þeim á án vafa bæði eftir að fjölga og þeir að breytast þegar líður á árið. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd mun hafa umsjón með viðburðum á árinu.
16.Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2016
1603007
Lögð fram til kynningar.
17.Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2016.
1603008
Lögð fram til kynningar.
18.Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 4. mars 2016
1603021
Lögð fram til kynningar.
19.Bergrisans bs frá 3. mars 2016
1603022
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Getum við bætt efni síðunnar?