Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17.maí 2019.
1906002
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17.maí 2019.
1906003
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 17.maí 2019.
1906004
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 256. mál.
Vísað til skóla- og velferðarnefndar Árnesþings.
4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 17.maí 2019.
1906016
Í bréfinu er boðað til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftlagsmál sem haldin verður 19. júní nk. í Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að gerast aðili að samstarfsvettvangnum og skipar bæjarstjóra og umhverfisfulltrúa sem tengiliði við verkefnið.
5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28.maí 2019.
1906007
Í bréfinu er kynnt val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar. Hveragerðisbær varð ekki fyrir valinu.
Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær mun áfram fylgjast vandlega með framvindu þeirra verkefna sem urðu fyrir valinu með það að markmiði að læra hvernig best verður unnið að góðum verkefnum í bæjarfélaginu í samráði við íbúa.
6.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu ódagsett.
1906009
Í bréfinu er kynnt Grænbókin sem er umræðuskjal þar sem almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn sem nýst gætu í stefnumótun.
Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem nú á sér stað varðandi stöðu sveitarstjórnarstigsins á Íslandi.
Grænbókin er vel unnin, upplýsandi um stöðu sveitarfélaga og vel til þess fallin að hvetja til umræðu um þá stöðu sem sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn á Íslandi eru í.
Bæjarráð tekur undir helstu atriði Grænbókarinnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Íslandi geti séð um lögbundna þjónustu við íbúa án þess að vera um of háð samstarfsverkefnum.
Það er mikilvægt að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við fjölbreytt verkefni dagsins í dag og að þau séu einnig í stakk búin til að taka á móti nýjum verkefnum. Skipan sveitarstjórnarstigsins verður að vera með þeim hætti að sveitarfélög séu öflugar stjórnsýslueiningar þannig að íbúum landsins séu tryggð sem jöfnust réttindi og aðgangur að þjónustu í sinni heimabyggð. Full ástæða er til að skoða breytingu sveitarfélagamarka með tilliti til þess að hvert sveitarfélag nái yfir það svæði sem íbúar sækja þjónustu til.
Til þess að svo megi vera verða sveitarfélög að hafa sjálfstæða tekjustofna sem tryggja að íbúum landsins séu tryggð því sem næst sambærileg lífsskilyrði, Jöfnunarsjóður gegnir þar lykilhlutverki.
Bæjarráð telur mikilvægt að komi til þess að ráðherra setji lög sem hvetja eigi til sameiningar sveitarfélaga þá fylgi þeim sameiningum öflugur heimanmundur til stuðnings nýjum sveitarfélögum.
Bæjarráð telur einnig mikilvægt að umræða hefjist um nýjungar hvað varðar kosningar bæði til Alþingis og sveitarstjórna og telur að þegar eigi að hefja umræðu um persónukjör til beggja stjórnsýslustiga.
Einnig vill bæjarráð koma því á framfæri að það væri til mikilla hagsbóta ef að kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra yrðu ákvörðuð með miðlægum hætti fyrir öll sveitarfélög landsins.
Að lokum vill bæjarráð ítreka mikilvægi þess að sú vinna sem nú hefur verið unnin í tvígang fyrst í Eyrúnarnefndinni svokölluðu og nú í Nefnd um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga leiði til raunverulegra breytinga í átt að öflugra sveitarstjórnarstigi íbúum landsins til hagsbóta.
Grænbókin er vel unnin, upplýsandi um stöðu sveitarfélaga og vel til þess fallin að hvetja til umræðu um þá stöðu sem sveitarfélög og sveitarstjórnarmenn á Íslandi eru í.
Bæjarráð tekur undir helstu atriði Grænbókarinnar og leggur áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélög á Íslandi geti séð um lögbundna þjónustu við íbúa án þess að vera um of háð samstarfsverkefnum.
Það er mikilvægt að sveitarfélögin séu í stakk búin til að takast á við fjölbreytt verkefni dagsins í dag og að þau séu einnig í stakk búin til að taka á móti nýjum verkefnum. Skipan sveitarstjórnarstigsins verður að vera með þeim hætti að sveitarfélög séu öflugar stjórnsýslueiningar þannig að íbúum landsins séu tryggð sem jöfnust réttindi og aðgangur að þjónustu í sinni heimabyggð. Full ástæða er til að skoða breytingu sveitarfélagamarka með tilliti til þess að hvert sveitarfélag nái yfir það svæði sem íbúar sækja þjónustu til.
Til þess að svo megi vera verða sveitarfélög að hafa sjálfstæða tekjustofna sem tryggja að íbúum landsins séu tryggð því sem næst sambærileg lífsskilyrði, Jöfnunarsjóður gegnir þar lykilhlutverki.
Bæjarráð telur mikilvægt að komi til þess að ráðherra setji lög sem hvetja eigi til sameiningar sveitarfélaga þá fylgi þeim sameiningum öflugur heimanmundur til stuðnings nýjum sveitarfélögum.
Bæjarráð telur einnig mikilvægt að umræða hefjist um nýjungar hvað varðar kosningar bæði til Alþingis og sveitarstjórna og telur að þegar eigi að hefja umræðu um persónukjör til beggja stjórnsýslustiga.
Einnig vill bæjarráð koma því á framfæri að það væri til mikilla hagsbóta ef að kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra yrðu ákvörðuð með miðlægum hætti fyrir öll sveitarfélög landsins.
Að lokum vill bæjarráð ítreka mikilvægi þess að sú vinna sem nú hefur verið unnin í tvígang fyrst í Eyrúnarnefndinni svokölluðu og nú í Nefnd um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga leiði til raunverulegra breytinga í átt að öflugra sveitarstjórnarstigi íbúum landsins til hagsbóta.
7.Bréf frá Unicef á Íslandi frá 22.maí 2019.
1906010
Í bréfinu eru sveitarfélög hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings.
8.Erindi til bæjarstjórnar vegna umferðaröryggis grunnskólabarna í Hveragerði.
1906006
Í bréfinu eru tillögur frá umferðaröryggishóp Grunnskólans í Hveragerði um bætt umferðaröryggi grunnskólabarna í Hveragerði umhverfis skólann.
Bæjarráð þakkar greinargóða skýrslu og góð störf kennara Grunnskólans og þá sérstaklega Ólafs Hilmarssonar sem hélt utan um verkefnið. Í skýrslunni kemur fram fjöldi tillagna að úrbótum hvað varðar umferðaröryggi í og við grunnskólann í Hveragerði. Umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa er falið að rýna skýrsluna með tilliti til þeirra athugasemda sem þar koma fram og gera tillögur til bæjarráðs að úrbótum.
9.Bréf frá gjaldkera Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu frá 14.maí 2019.
1906001
Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2018.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna. Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
10.Bréf frá Sagafilm frá 29.maí 2019.
1906017
Í bréfinu eru kynntir þættir sem Sagafilm gerði fyrir Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem bera nafnið Hvað höfum við gert? Hveragerðisbæ býðst að fá afnotarétt af efninu fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins gegn gjaldi.
Bæjarráð felur skólastjórum að meta það hvort að kaup á þáttunum rúmist innan fjárhagsheimilda vegna kennsluefnis við skólana.
11.Bréf frá Lagnaþjónustunni frá 3.júní 2019.
1906019
Í bréfinu óskar Lagnaþjónustan eftir að fá að leigu skúr sem er viðbygging við Austurmörk bak við slökkviliðið.
Bæjarráð samþykkir erindið. Bæjarstjóra falið að gera húsaleigusamning um rýmið í samræmi við umræður á fundinum
12.Bréf frá Hreiðari Erni Zoega Stefánssyni frá 13.maí 2019.
1906021
Í bréfinu er kynnt að í sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Óskað er eftir aðstöðu fyrir hópinn.
Bæjarráð fagnar áhuga Cirkus Flik Flak á Hveragerði og samþykkir endurgjaldslaus afnot af íþróttahúsi skólans, auk þess sem hópurinn fær ókeypis aðgang að sundlauginni Laugaskarði og aðgang í jarðskjálftaherminn Sunnumörk.
13.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Dalakaffi, uppgjör og skil á aðstöðu.
1906008
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 23. maí vegna uppgjörs og skil á Dalakaffi ehf á aðstöðu sinni við bílastæði upp í dal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur skipulagsfulltrúa verði samþykktar.
14.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Ofnar í íþróttasal.
1906005
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá byggingarfulltrúa vegna endurnýjunar á ofnum í íþróttahúsi.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í að endurnýja alla ofna í sal íþróttahússins. Kostnaður er áætlaður 1,6 millj sem ætti að rúmast innan fjárhagsáætlunar.
15.Minnisblað frá forstöðumanni málefna aldraðra - Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja.
1906022
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra frá 4. júní 2019 vegna reglna um garðslátt fyrir eldriborgara og öryrkja.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi reglur:
1. Tímabil niðurgreiðslu verði frá 15. maí til 31. ágúst. Niðurgreiddir verði 4 slættir á ári.
2. Niðurgreiðslan verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 7.500 kr fyrir hvert skipti.
3. Notendur félagslegrar heimaþjónustu og aðrir sem forstöðumaður metur þess þurfa fái niðurgreiðslu á garðslætti sumarið 2019.
4. Reglurnar og fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir sumarið 2020.
1. Tímabil niðurgreiðslu verði frá 15. maí til 31. ágúst. Niðurgreiddir verði 4 slættir á ári.
2. Niðurgreiðslan verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 7.500 kr fyrir hvert skipti.
3. Notendur félagslegrar heimaþjónustu og aðrir sem forstöðumaður metur þess þurfa fái niðurgreiðslu á garðslætti sumarið 2019.
4. Reglurnar og fyrirkomulagið verði endurskoðað fyrir sumarið 2020.
16.Minnisblað frá bæjarstjóra - Garðarölt í sumarbænum Hveragerði á N4.
1906020
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna sjónvarpsþátta á sjónvarpsstöðinni N4 "Garðarölt í sumarbænum Hveragerði".
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Hveragerðisbær leggi kr. 600.000.- til framleiðslu á þáttunum.
17.Verkfundargerð frá 22.maí 2019 - Gatnagerð Kambaland.
1906011
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Verkfundargerð frá 28.maí 2019 - Gatnagerð Vorsabær.
1906012
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19.Fundargerð NOS frá 21.maí 2019.
1906013
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 14.maí 2019.
1906014
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.maí 2019.
1906018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:28.
Getum við bætt efni síðunnar?