Fara í efni

Bæjarráð

716. fundur 02. maí 2019 kl. 08:00 - 09:08 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4.apríl 2019.

1904016

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl (innflutning búfjárafurða), 766. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.apríl 2019.

1904017

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.apríl 2019.

1904018

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda flutningskerfis raforku), 792. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11.apríl 2019.

1904030

Í bréfinu óskar Utanríkismálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nt. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.apríl 2019.

1904031

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.apríl 2019.

1904019

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 710. mál.
Bæjarráð fagnar því að fram sé komið frumvarp til laga um lýðskóla á Íslandi. Slíkt skólaform er alþekkt á Norðulöndunum og hafa fjölmargir Íslendingar sótt nám í þeim skólum og þannig eflst í þekkingu og þroska. Sú sérstaða sem slíkir skólar hafa er óumdeild en þar er mannrækt sett ofar öllu öðru eða eins og segir í greinargerð með lagafrumvarpinu: "Námið skal stuðla að umburðarlyndi nemenda og miða að því að gefa þeim tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og styrkleika og auka skilning á sögu, menningu, virðingu fyrir lífsgildum annarra og innviðum lýðræðislegs samfélags." Bæjarráð vonast til þess að með samþykkt laganna verði til grundvöllur sem geri að verkum að þetta skólaform verði almennara og viðurkenndara en verið hefur hér á landi.

7.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 12.apríl 2019.

1904032

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl), 775. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðneytinu frá 23.apríl 2019.

1904033

Í bréfinu er kynnt athugun ráðuneytisins hjá einstaka sveitarfélögum vegna misræmis á fjárhagsáætlunum ársins 2016 og ársreikningum 2016.
Lagt fram til kynningar en Hveragerðisbær er ekki eitt þeirra sveitarfélaga sem þarna er rætt um.

9.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus - ódagsett.

1904020

Í bréfinu er svar bæjarráðs Ölfuss vegna erindis frá Hveragerðisbæ er varðar breytt sveitarfélagamörk en bæjarráð Ölfus hafnar erindinu.
Bæjarráð þakkar fyrir svar við erindinu sem sent var upphaflega árið 2015, en lýsir jafnframt yfir miklum vonbrigðum með afstöðu bæjarfulltrúa í Ölfusi við beiðni Hveragerðisbæjar um viðræður um breytt sveitarfélagamörk.

Það getur aldrei verið slæmt að ræða málin með það að markmiði að ná niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Það hafa bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar ítrekað gert þegar kemur að því að veita íbúum í dreifbýli Ölfuss þjónustu og er nærtækast að rifja upp gerð samkomulags um að börnum í dreifbýli Ölfuss bjóðist leikskólapláss á leikskólum bæjarins til jafns við Hvergerðinga. Slíkt samkomulag var gert því hagsmunir íbúa voru hafðir að leiðarljósi. Bæjarráð vill fullyrða að hagsmunir íbúa séu ekki hafðir að leiðarljósi þegar jafn afdráttarlaust er hafnað beiðni um viðræður um breytingu á sveitarfélagamörkum og hér hefur verið gert.

Bæjarráð vill í því ljósi óska eftir endurupptöku á málinu í sveitarstjórn Ölfuss með það fyrir augum að farsæl lausn finnist sem fyrst.

10.Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, frá 17. apríl 2019.

1904023

Í bréfinu er kynnt arðgreiðsla frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna rekstrarársins 2018. Hveragerðisbær fær kr. 4.108.800.- í arðgreiðslu
Lagt fram til kynningar.

11.Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 26. apríl 2019.

1904024

Með bréfinu fylgdi kæra frá húseigendum Kambahraun 60 vegna ákvörðunar Skipulags- og mannvirkjanefndar Hveragerðisbæjar um að samþykkja umsókn eigenda Kambahrauns 51 um stækkun lóðar auk samþykkis fyrir viðbyggingu við bílskúr og íbúðarhúsnæði.
Bæjarstjóra ásamt lögmanni bæjarins falið að senda inn athugasemdir bæjarins.

12.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Yfirdráttaheimild í Arion banka.

1904022

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 55 mkr. Er þetta í samræmi við reglur sem í gildi eru en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að yfirdráttarheimild upp á 55 mkr. hjá Arion banka verði samþykkt.

13.Verkfundagerð frá 8.apríl 2019 - Gatnagerð Vorsabæ.

1904021

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.apríl 2019.

1904029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð stjórnar SASS frá 4.apríl 2019.

1904027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10.apríl 2019.

1904025

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 9.apríl 2019.

1904026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 2.apríl 2019.

1904028

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Getum við bætt efni síðunnar?