Fara í efni

Bæjarráð

713. fundur 07. mars 2019 kl. 08:00 - 09:50 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21.febrúar 2019.

1903001

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21.febrúar 2019.

1903004

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktun um velferðartækni, 296. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 27.febrúar 2019.

1903002

Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 27.febrúar 2019.

1903003

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.), 542. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu ódagsett.

1903018

Í bréfinu er kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 28.febrúar 2019.

1903013

Í bréfinu er kynnt samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um íbúasamráðsverkefni. Sveitarfélögum er boðið að sækja um að vera með í verkefninu en alls geta þrjú sveitarfélög ásamt Akureyrarkaupstað verið aðilar í verkefninu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær óski eftir að vera aðili að verkefninu en bæjarstjóri hefur þegar tilkynnt Akureyrarbæ um þann vilja bæjarstjórnar í kjölfar fyrri samþykktar bæjarstjórnar. Samráðsverkefni væri: "Íbúasamráð um skipulagningu leik- og útivistarsvæðis undir Hamrinum".

7.Bréf frá Úrskurðarnefnd velferðarmála frá 22.febrúar 2019.

1903007

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar velferðamála í máli nr. 305/2018.
Í úrskurðinum kemur fram að ákvörðun Hveragerðisbæjar er staðfest en öðrum liðum er vísað frá. Úrskurður nefndarinnar verður ekki birtur á heimasíðu Hveragerðisbæjar þar sem í honum koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar.

8.Bréf frá SASS ódagsett.

1903015

Í bréfinu er er rætt um starfsnefnd sem á að endurskoða Samgönguáætlun Suðurlands fyrir næstu 10 ár. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá Sveitarfélögum á Suðurlandi um þeirra helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028.
Bæjarráð leggur til við bæjarfulltrúa að þeir undirbúi sig fyrir umræðu um samgöngumál á næsta bæjarstjórnarfundi og að það verði rætt með hvaða hætti Hvergerðingar myndu vilja svara spurningum nefndarinnar. Að loknum fundi bæjarstjórnar mun bæjarstjóri taka saman helstu atriði umræðunnar og svara erindinu.

9.Bréf frá Umboðsmanni barna ódagsett.

1903011

Í bréfinu er rætt um könnun sem var gerð um vinnuskóla fyrir ungmenni. Niðurstöður könnunarinnar er á heimasíðu Umboðsmanns barna.
Lagt fram til kynningar. Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.

10.Bréf frá Íslenska ferðaklasanum frá 15.febrúar 2019.

1903019

Í bréfinu er kynnt hlutverk, markmið og verkefni Íslenska ferðaklasans.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær gerist aðili að Íslenska ferðaklasanum í eitt ár til reynslu.

11.Bréf frá Bakkastofu á Eyrarbakka frá 1.mars 2019.

1903014

Í bréfinu óskar Bakkastofa eftir styrk frá Hveragerðisbæ til að halda "Fuglatónleika" fyrir íbúa og gesti Hveragerðis um páskana.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær komi að umræddum tónleikum með kr 100.000,- framlagi gegn því að þau haldi einnig tónleika í Grunnskóla Hveragerðis.

12.Leigu- og rekstrarsamningur vegna Laugasports.

1903005

Lagður fram leigu- og rekstrarsamningur við Laugasport um húsnæði í Sundlauginni Laugaskarði til reksturs heilsuræktarstöðvar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

13.Samningar vegna sýningarinnar Sjálfbæra græna Íslands 2019.

1903021

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á umræðu og afgreiðslu liðarins stóð. Aldís Hafsteinsdóttir tók sæti hennar á fundinum.
Lagðir fram verksamningar við Bryndísi Eir Þorsteinsdóttur og Baldvin Jónsson vegna verkefnastjórnunar vegna sýningarinnar "Sjálfbæra græna Ísland" (vinnuheiti) sem haldið verður í Hveragerði dagana 13.-17. júní 2019.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samningana. Njörður Sigurðsson sat hjá.

14.Minnisblað frá bæjarstjóra: Verndun rústa rafstöðvarinnar.

1903020

Með minnisblaðinu fylgdi greinargerð unnin af Hennýju Hafsteinsdóttur, arkitekt þar sem hún fjallar um möguleika sem falist gætu í varðveislu og uppbyggingu rústa rafstöðvarinnar við Varmá.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóri hefur sent umsóknir um styrki vegna framhalds sverkefnisins. Erindinu vísað til Umhverfisnefndar og Menningar-íþrótta- og frístundanefndar.

15.Verkfundargerð frá 22.febrúar 2019 - Gatnagerð Vorsabær.

1903006

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22.febrúar 2019.

1903010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Almannavarnanefndar Árnessýslu frá 21.febrúar 2019.

1903008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurland frá 27.febrúar 2019.

1903016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 22.febrúar 2019.

1903017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Getum við bætt efni síðunnar?