Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 7.janúar 2019.
1901021
Í bréfinu er kynnt ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 20.nóvember 2018.
1901014
Í bréfinu er kynntar samþykktir sem gerðar voru á 35. Sveitarstjóraþingi Evrópuráðsins sem haldið var 6.-8. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 10.janúar 2019.
1901013
Í bréfinu er kynnt Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning sem haldin verður í Laugardalshöll 14. til 16. mars nk.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að greiddur verði ferðakostnaður vegna nemenda grunnskólans á viðburðinn.
4.Bréf frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 10.janúar 2019.
1901020
Í bréfinu er boð á ráðstefnu ungmennaráð á Suðurlandi "Ungt fólk á Suðurlandi horfir til framtíðar" sem fer fram dagana 30.-31. janúar á Hótel Selfossi.
Bæjarráð fagnar frumkvæðinu sem sýnt er með því að ráðstefna ungmennaráða skuli nú vera haldin á Selfossi. Menningar- og frístundafulltrúi ásamt Ungmennaráði Hveragerðisbæjar mun tilnefna fulltrúa unga fólksins og jafnframt mun Menningar- og frístundafulltrúi eða forstöðumaður Bungubrekku vera starfsmaður þeirra á ráðstefnunni. Bæjarráð tilnefnir einnig Friðrik Sigurbjörnsson og Garðar Rúnar Árnason sem fulltrúa bæjarstjórnar á fundinum. Varamenn þeirra verða Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson. Vakin er athygli á því að öðrum bæjarfulltrúum er einnig heimil þátttaka á fundinum.
5.Bréf frá formanni starfshóps um endurskoðun kosningalaga.
1901024
Í bréfinu er kynntur starfshópur sem hefur verið skipaður til að endurskoða kosningalög.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá Þjóðskjalsafni Íslands frá 18.desember 2018.
1901023
Njörður Sigurðsson vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð.
Í bréfinu eru kynntar skýrslur sem unnar eru úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
Í bréfinu eru kynntar skýrslur sem unnar eru úr eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna sem fram fór á árinu 2017.
Lagt fram til kynningar. Eðlilegt er að Héraðsnefnd Árnesinga taki skýrslu safnsins hér í Árnessýslu til umræðu á vorfundi sínum.
7.Gjöf frá Ísleifi Gíslasyni - Fiðla.
1901022
Bréfritari færir Hveragerðisbæ að gjöf forláta fiðlu sem talin er vera um 150-200 ára en þó í góðu ástandi. Gjöfin er hugsuð til tónlistarskólans hér í bæ með þeirri von að hún geti nýst nemendum gegn loforði um ástundun og góða meðferð á fiðlunni.
Bæjarráð þakkar Ísleifi Gíslasyni rausnarlega gjöf og felur bæjarstjóra að koma fiðlunni til skólastjóra Tónlistarskóla Árnessýslu en hann er rekinn af sveitarfélögum í sýslunni og þar með Hvergerðingum.
8.Bréf frá Leiðinni út á þjóðveg frá 15.janúar 2019.
1901026
Í bréfinu óskar félagið eftir styrk frá Hveragerðisbæ til að hægt sé að efla og bæta starfsemi félagsins og bæta þjónustuna við okkar fólk.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 200.000,- gegn því að skýrslu um starfsemina verði skilað til bæjarráðs fyrir lok árs 2019. Jafnframt óskar bæjarráð eftir upplýsingum um það hvernig styrkur bæjarins árið 2018 nýttist félaginu.
9.Forkaupsréttur Austurmörk 20.
1901017
Lagt fram kauptilboð í eignina Austurmörk 20 matshluta 01-01 en Hveragerðisbær er með forkaupsrétt af eigninni.
Bæjarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt að húseigninni. Bæjarfélagið á þegar aðra eignahluti í þessu sama húsi sem nýttir eru til starfsemi áhaldahúss og slökkviliðs. Nú þegar er áhaldahúsið að nýta geymslur í svo til ónýtu húsnæði á tveimur stöðum. Líklegt er að það húsnæði víki á næstu misserum og því er nauðsynlegt að huga nú þegar að bættum húsakosti áhaldahúss. Skrifstofustjóra falið að leggja fram viðauka vegna kaupanna á næsta fundi bæjarráðs.
10.Bréf frá SR verk frá 15.janúar 2019.
1901027
SR verk efh kt. 640914-1220 óskar eftir að skila inn lóðinni Vorsabæ 7.
Bæjarráð samþykkir að falla frá úthlutun lóðarinnar. Lóðin verður því auglýst aftur laus til úthlutunar.
11.Niðurstaða þjónustukönnunar Gallup 2018.
1901029
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2018 sem framkvæmd var af Gallup.
Árið 2018 fær Hveragerðisbær hæstu einkunn allra sveitarfélaga í þjónustukönnun Gallup þegar spurt er um ánægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Er sú niðurstaða afar ánægjuleg. Hefur ánægja íbúa aukist marktækt frá árinu 2017 þrátt fyrir að bæjarfélagið hafi verið á meðal efstu sveitarfélaga þá einnig. Rétt er þó að geta þess að munur á hæstu sveitarfélögum er afar lítill. Bæjarráð fagnar mjög góðum niðurstöðum þjónustukönnunarinnar sem sýnir enn og aftur að bæjarbúar eru afskaplega ánægðir með bæjarfélagið sitt og þá þjónustu sem hér er veitt. Hvað einstaka málaflokka varðar þá er það áberandi að íbúar Hveragerðisbæjar eru meðal ánægðustu íbúa landsins í svo til öllum málaflokkum. Sú staðreynd að bæjarbúar eru jafn ánægðir með sveitarfélagið sitt og raun ber vitni styrkir bæjarstjórn og starfsmenn við störf sín og hvetur alla til að gera enn betur.
12.Tilboð í nýja heimasíðu Hveragerðisbæjar.
1901012
Alls bárust 5 tilboð í nýja heimasíðu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Stefnu ehf í nýja heimasíðu fyrir Hveragerðisbæ.
13.Ný stýrivél - Skolphreinistöð.
1901030
Lagt fram kostnaðaráætlun frá Verkfræðistofunni Eflu og Fálkanum vegna nýrrar stýrivélar fyrir skolphreinsistöðina.
Bæjarráð samþykkir að fela Eflu að setja upp nýja stýrivél. Kostnaður rúmast innan þegar samþykktra viðhaldsliða komi ekki neins annars viðhalds á fráveitumannvirkinu á árinu.
14.Mál Úrskurðarnefndar velferðarmála, nr. 305-2018.
1901025
Með bréfinu fylgdi andmæli umboðsmanna kæranda, dags. 18. desember 2018, vegna greinargerðar Hveragerðisbæjar, dags. 30. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.
15.Verkfundargerð frá 14.jan 2019 - Gatnagerð Vorsabæ.
1901015
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
16.Fundargerð SASS frá 7. desember 2018.
1901019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð SASS frá 27.desember 2018.
1901018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 7.janúar 2019.
1901016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Í gær barst sveitarfélaginu bréf frá framkvæmdastjóra SORPU þar sem tilkynnt var að lokað yrði fyrir urðun frá sveitarfélögum á Suðurlandi hjá SORPU frá og með morgundeginum. Umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar er núna staddur í Danmörku með sorphirðuaðilum bæjarins að skoða brennslustöð á Amager og möguleika bæjarins á brennslu á sorpi þar. Bæjarráð Hveragerðis harmar þá stöðu sem komin er upp í sorpurðunarmálum Sunnlendinga og lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst sátt um þá urðunarstaði fyrir óvirkan úrgang sem ákjósanlegastir eru á Suðurlandi. Það er sameiginleg ábyrgð okkar Sunnlendinga að ná samfélagslegri sátt um jafnmikilvæga grunnþjónustu og hér um ræðir.
Í gær barst sveitarfélaginu bréf frá framkvæmdastjóra SORPU þar sem tilkynnt var að lokað yrði fyrir urðun frá sveitarfélögum á Suðurlandi hjá SORPU frá og með morgundeginum. Umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar er núna staddur í Danmörku með sorphirðuaðilum bæjarins að skoða brennslustöð á Amager og möguleika bæjarins á brennslu á sorpi þar. Bæjarráð Hveragerðis harmar þá stöðu sem komin er upp í sorpurðunarmálum Sunnlendinga og lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi náðst sátt um þá urðunarstaði fyrir óvirkan úrgang sem ákjósanlegastir eru á Suðurlandi. Það er sameiginleg ábyrgð okkar Sunnlendinga að ná samfélagslegri sátt um jafnmikilvæga grunnþjónustu og hér um ræðir.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:55.
Getum við bætt efni síðunnar?