Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15.nóvember 2018.
1811028
Með bréfinu óskar Velferðanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15.nóvember 2018.
1811029
Með bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgarétt), 45 mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 27.nóvember 2018.
1811030
Með bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk), 140. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29.nóvember 2018.
1812001
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Einfalts ehf kt. 521016-1830 um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Hamarshöllinni.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 3.desember 2018.
1812002
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar RK ehf kt. 441199-3419 um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II íbúðir að Frumskógum 3 (221-0175, 226-3349).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
6.Stjórnsýslukæra Orteka Partners - Úrskurður.
1812003
Lagður fram úrskurður Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kæru Orteka Partners á Íslandi ehf á ákvörðun Hveragerðisbæjar.
Bæjarstjóra og lögfræðingi bæjarins falið að gæta hagsmuna bæjarins í framhaldinu.
7.Bréf frá Þjóðleikhússtjóra frá 8.nóvember 2018.
1812004
Í bréfinu er óskað eftir samstarfi við Hveragerðisbæ vegna sýningarinnar "Ég get" sem Þjóðleikhúsið mun fara með um landið næsta haust. Sýningin er áætluð fyrir börn 3-5 ára og frítt verður á sýninguna.
Bæjarráð fagnar frumkvæði Þjóðleikhússins og lýsir yfir fullum vilja til samstarfs um sýningar hér í Hveragerði. Menningar- og frístundafulltrúa er falið að vera tengiliður á milli Þjóðleikhússins og leikskólanna varðandi sýningarnar.
8.Bréf frá Einari Michael Guðjónssyni og Halldóru Sigurðardóttur frá 15.nóvember 2018.
1811031
Fært í trúnaðarmálabók.
9.Lóðarumsókn - Vorsabær 13.
1811027
Lögð fram umsókn um lóðina Vorsabæ 13 frá BH Bygg ehf kt 690816-0830.
Bæjarráð samþykkir að úthluta BH Bygg ehf lóðinni Vorsabæ 13 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir með þeim fyrirvara að öll gögn samkvæmt úthlutunarreglum berist nú þegar
10.Lóðarumsókn - Þórsmörk 2.
1811032
Lögð fram umsókn um lóðina Þórsmörk 2 frá Fylkir ehf kt. 540169-3229.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Fylki ehf lóðinni Þórsmörk 2 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir með þeim fyrirvara að öll gögn samkvæmt úthlutunarreglum berist nú þegar.
11.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun - Grunnskólinn í Hveragerði.
1812014
Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kjarasamningsbundnar hækkana á laun hjá Grunnskólanum.
Bæjarráð samþykkir viðauka upp á kr. 30 milljónir. Verði þeim útgjöldum mætt með 8,776 millj vegna aukningar á staðgreiðslu útsvars, 15 millj af lykli 21010-9970 Til síðari ráðstöfunar v/ kjarasamninga og 6,224 millj af lykli 21010-9980 Til síðari ráðstöfunar v/ starfsmanna.
12.Verkfundargerð 19.nóvember 2018 - Gatnagerð Vorsabær.
1811033
Fundargerðin samþykkt.
13.Verkfundargerð frá 21.nóvember 2018 - Sundlaugin Laugaskarði.
1811034
Fundargerðin samþykkt.
14.Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18.október 2018.
1811036
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 20.nóvember 2018.
1811035
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð SASS frá 16.nóvember 2018.
1811037
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð aðalfundar SASS frá 18. og 19.október 2018
1811038
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 22.október 2018.
1811039
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 26.nóvember 2018.
1811040
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:35.
Getum við bætt efni síðunnar?