Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 8.nóvember 2018.
1811010
Með bréfinu óskar nefndasvið Alþingis eftir umsögn vegna tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur flutningsamanna tillögunnar vegna stöðunnar á húsnæðismarkaðnum. Ekki er hægt að segja annað en að Hveragerðisbær axli ábyrgð en hér eru nú 156 íbúðir í farvatninu auk þeirra sem bætast munu við þegar Kambalandið kemst til úthlutunar. Íbúðirnar eru af öllum stærðum og gerðum allt frá um 50m2 og upp í stór einbýlishús. Með þessu móti er hægt að koma til móts við þarfir einstaklinga og fjölskyldna með fjölbreyttum hætti. Jafnframt er verið að kanna með hvaða hætti hægt er að hvetja leigufélög sem rekin eru án arðsemissjónarmiða til að hefja framkvæmdir í Hveragerði. Ennfremur eru nú settir fjármunir til kaupa á félagslegu leiguhúsnæði sem bæta mun úr brýnni þörf.
2.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 1.nóvember 2018.
1811012
Í bréfinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda árið 2019.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 1.nóvember 2018.
1811013
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 7.nóvember 2018.
1811015
Í bréfinu er leiðbeinandi verklagsreglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Verkiðn frá 9.nóvember 2018.
1811018
Í bréfinu er rætt um "Mín framtíð 2019" Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem verður 14.- 16. mars 2019 í Laugardalshöll. Óskað er eftir að sveitarfélög auðveldi grunnskólum að senda nemendur í 9. og 10. bekk á á kynninguna með því að greiða kostnað við rútuferðir í Laugardalshöllina.
Haft hefur verið samband við skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði sem sýnir mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir rútuferð.
6.Bréf frá Umboðsmanni Alþingis frá 1.nóvember 2018.
1811011
Í bréfinu er kynnt að Umboðsmaður Alþingis hefur lokið máli sem snertir Hveragerðisbæ.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 12.nóvember 2018.
1811019
Í bréfinu óskar Sýslumaðurinn á Suðurlandi eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Sigmundar Magnússonar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Laufskógum 7 (221-0667).
Vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.
8.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 31.október 2018.
1811014
Í bréfinu óskar Markaðsstofa Suðurlands eftir að samningur milli Hveragerðisbæjar og Markaðsstofu Suðurlands verði endurnýjaður óbreyttur til næstu 2ja ára.
Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn til tveggja ára.
9.Bréf frá Stígamótum frá 31.október 2018.
1811016
Í bréfinu óskar Stígamót eftir fjárstuðningi fyrir árið 2019.
Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er áætlaður styrkur til Stígamóta að fjárhæð kr. 120.000.-
10.Niðurstöður brennisteinsvetnismælinga fyrir 3.ársfjórðungur 2018.
1811023
Lögð fram skýrsla sem unnin var af Andrési Þórarinssyni hjá Verkfræðistofunni Vistu um loftgæðamælingar í Norðlingaholti, Hveragerði og Lækjarbotnum.
Lagt fram til kynningar.
11.Minnisblað frá byggingarfulltrúa: Löggæslumyndavélar í Hveragerði.
1811017
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa vegna kostnaðar vegna kaups og uppsetningar á öryggismyndavélakerfi. Áætlaður kostnaður er um 1.376 þúsund.
Bæjarráð samþykkir kostnaðinn og fjármögnun fari af lið 21010-9990 til síðari ráðstöfunar.
12.Bréf frá Úrskurðanefnd velferðarmála - Trúnaðarmál.
1811026
Fært í trúnaðarmálabók.
13.Verkfundargerð frá 7.nóvember - Sundlaugin Laugaskarði.
1811020
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
14.Aðalfundur NOS frá 30.október 2018.
1811021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 17.október 2018.
1811022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 30.október 2018.
1811024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:16.
Getum við bætt efni síðunnar?