Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

6. fundur 29. nóvember 2024 kl. 12:30 - 12:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Starfsmenn
  • Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
  • Drífa Þrastardóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jón Friðrik Matthíasson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Árhólmar 5 - Umfangsflokkur 2

2409026

Þann 4.9.2024 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Árhólma 5. Sótt er um leyfi til að byggja baðlón, ásamt byggingu sem verður fyrir móttökuhús, siptiklega, sundlaugarbúnað og annan búnað fyrir rekstur baðlóns.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.

-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.

- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.

- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

2.Hólmabrún 5 - Umfangsflokkur 2

2407043

Þann 15.07.2024 barst umsókn um byggingarleyfi í umfangsflokki 2 fyrir Hólmabrún 5. Sótt er um leyfi fyrir steinstepytu einbýlishúsi á einni hæð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.

-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.

- Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.

- Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.

Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni síðunnar?