Íþróttahús Hveragerðis
Stærð íþróttasalarins er 18x33 metrar, áhorfendastæði eru fyrir 240 manns og þar eru búnings- og baðklefar.
Húsið var byggt í tveimur áföngum og var fyrri áfangi tekinn í notkun 1976 en síðari áfangi 1984. Undir hálfu húsinu er kjallari með fjögurra metra lofthæð og þar er nú félagsmiðstöð með æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir. Lægri kjallari undir hinum helmingnum er nýttur sem geymsla.
Grunnskólinn í Hveragerði hefur afnot af húsinu á skólatíma til íþróttakennslu. Að skóla loknum hefur Íþróttafélagið Hamar afnot af húsinu og þar fer fram fjölbreytt íþróttastarf á vegum Hamars.
Hveragerðisbær annast allan rekstur og viðhald íþróttahússins.
Upplýsingar varðandi æfingar og mót í íþróttahúsinu má finna á heimasíðu Hamars.
Síðast breytt: 03.02.2022
Getum við bætt efni síðunnar?