Fara í efni

Viðburðir 17. júní

17. júní | 10:00-23:00

16. júní 

Kl. 17:00
Styrktarhlaup í Lystigarðinum - Minningarsjóður Mikaels Rúnars
-stendur fyrir fjölskylduvænu styrktarhlaupi í Lystigarðinum á Fossflöt. Nánari upplýsingar á http://minninginlifir.is 

Hátíðarhöldin í ár á 17. júní

17. júní 

Bæjarbúar draga fána að húni

Kl. 10:00
Keppni í stígvélakasti
- fjölskyldufjör, skráning á staðnum

Kl. 11:00
Ratleikur fyrir fjölskylduna
 Skemmtilegur ratleikur með nútímalegu sniði fyrir fjölskylduna. Mætið með símana. Lagt af stað frá skátaheimilinu Breiðumörk 22. Popp og candyfloss á pallinum frá kl. 11 -     13.

Kl. 13:40
Skrúðganga um bæinn til hátíðarsvæðis á Fossflöt
Lagt af stað frá horninu á Heiðmörk og Laufskógum úr vesturbænum og frá horninu á Grænumörk og Heiðmörk úr austurbænum. 


Kl. 14:00
Hátíðardagskrá í Lystigarðinum Fossflöt

  • Séra Ninna Sif Svavarsdóttir flytur hugvekju
  • Pétur Nói Stefánsson leikur á hljómborð
  • Ávarp forseta bæjarstjórnar
  • Menningarverðlaun Hveragerðisbæjar
  • Hátíðarræða útskriftarnema
  • Söngsveit Hveragerðis syngur ættjarðarlög
  • Fjallkonan les upp ljóð


Kl. 15:00
Fjölskyldu- og skemmtidagskrá í Lystigarðinum:

  • Gunni og Felix kynna og skemmta eins og þeim er einum lagið
  • Benedikt búálfur og Dídí mannabarna syngja og segja frá ævintýrum sínum í Álfheimum.
  • Félagar úr leikfélaginu syngja lög úr þekktum barnaleikritum 
  • Jón Jónsson söngvari tekur lagið skemmtir
  • Blaðrarar búa til blöðrudýr fyrir káta krakka
  • Félagar frá Ljúfi bjóða börnum á hestbak í Lystigarðinum

Kl. 14:00-16:00
Tónlist fyrir gesti og gangandi
með Ingibjörgu Elsku Turchi og félögum í Listasafni Árnesinga. Frítt inn og viðburðurinn er í samstarfi  við Hveragerðsibæ
https://listasafnarnesinga.is

Kl. 15:00-17:00
Gamli barnaskólinn - Opnar vinnustofur hjá Handverki og hugviti undir Hamri (neðri hæð).
Handverksfólk að störfum.

Kl. 16:30
Hveragerðisbæ býður börnum í aparóluna
umsjón: Iceland Activities

Kl. 20:00 
Kvöldrölt og ljúf stemming
Njörður Sigurðsson leiðir röltið upp að skífu og segir frá gömlu þjóðleiðunum í og við Hveragerði. Síðan syngjum við saman, í Kömbunum, með Sigurgeiri Skafta.

Kl. 20:30
Sycamore Tree í Skyrgerðinni 
Tónleikar með Ágústu Evu og Gunnar Hilmars. Með þeim verður gítarleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson. Þau munu spila lög af þeirra fyrri verkum ásamt efni af næstu breiðskífu sem kemur seinna á árinu. Dúettin hefur unnið sér stall sem ein besta tónleikasveit landsins og kvöldstund með þeim er ósvikin gæðastund. 
Miðaverð 3.990.kr Miðasala á Tix.is

Gleðilegan þjóðhátíðardag

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?