Fara í efni

Íbúafundur um hátíðir og viðburði í Hveragerði

Listasafn Árnesinga - Austurmörk 21 26. febrúar | 19:30-21:00

Hátíðir og viðburðir í Hveragerðisbæ / Kjöt og kúnst húsið!

Boðað er til opins íbúafundar um hátíðir og viðburði í Hveragerði þar sem ætlunin er að heyra raddir bæjarbúa en viðburðir, menningarupplifanir og hátíðir eru stór þáttur í bæjarlífinu.    Viljum við gera eitthvað nýtt, hvað við getum bætt og hverju við getum breytt?

Einnig verður rætt um húsnæði Kjöt og kúnst við Breiðumörk sem bæjarfélagið hefur nýlega fest kaup á og á fundinum væri gaman að heyra hugmyndir bæjarbúa um nýtingu þess.

Fundurinn verður haldinn í Listasafni Árnesinga miðvikudaginn 26. febrúar nk. kl. 19:30 – 21:00.  Fundurinn verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þannig að allir geta látið skoðanir sínar í ljós án þess að þurfa að halda ræðu. 

Mikilvægt er að sem flestir mæti svo raddir sem flestra heyrist.

Við viljum heyra raddir bæjarbúa um hátíðir og viðburði í bænum okkar. Hátíðir skipa stóran sess í bænum og eru bæjarbúar virkir þátttakendur í mörgum viðburðum. Á hátíðum verða allir menningarkimar jafnréttháir og samstarf listgreina eykst. Einnig draga þær að fjölbreytilegan hóp gesta og auka viðskipti við ferðamenn, veltu fyrirtækja og einkaaðila í samfélaginu.

Á hverju ári kemur hópur gesta í Hveragerði á bæjarhátíðina okkar, Blómstrandi daga, og viljum við taka vel á móti þeim og bjóða uppá fjölbreytta dagskrá. Við erum með öflugt grasrótarstarf á sviði menningar og er sýnileiki listamanna og flóra menningar að stækka.
Þjónustuaðilar eru fjölmargir og væri gaman að fá þá af meiri krafti inn í skipulagningu viðburða og um leið eykst sýnileiki þeirra og gestafjöldi.

Hátíð eins og Garðyrkju og blómasýningin, Blóm í bæ, skapar ný tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk til að víkka sjóndeildarhring sinn með kynnum við aðra innlenda og erlenda listamenn. Þeir fá tækifæri til að koma fram á stærri sviðum en þeir eru vanir og uppskera jákvæðni og hvatningu. Við þurfum að koma Blómasýningunni í nýjan og spennandi búning.

Á íbúafundinum verðum við með 5 borð og eru allir velkomnir í spjall. Hvert borð verður með ákveðið þema og verður afslappað andrúmsloft. Hópstjórar safna saman umræðupunktum sem munu klárlega nýtast í að glæða viðburða- og hátíðarflóru okkar nýju lífi.

Þemaborðin eru:

- Jól í bæ
- Bæjarhátíðin
- Aðrir viðburðir: 17.júní, sumardagurinn fyrsti, Blóm í bæ o.fl.
- Kjöt og Kúnst húsið
- Söfn og sýningar

 

Endilega sendið inn hugmyndir og fyrirspurnir fyrir íbúafundinn á Jóhönnu.

Getum við bætt efni síðunnar?