Myndlistarsýning Kára Sigurðssonar - seinni sýning
Kári Sigurðsson
Opnar tvær myndlistarsýningar í BÓKASAFNINU Í HVERAGERÐI
Á þessari seinni sýningu minni verða nýrri verk frá aldamótum, mörg ekki verið á sýningu áður og nokkur eldri verk. Þetta verða ekki eins sýningar og vonandi njótið þið sýninganna.
Fyrri sýning mín á bókasafninu sem lauk þann 7. október var vísir að yfirlitssýningu og voru 60 verk allt frá því að ég var 10 - 12 ára og fram að síðustu aldamótum, 15 verk eru í einkaeign.
Sýningarnar eru opnar á opnunartíma Bókasafnsins.
Ég er fæddur 1947 í Vopnafirði og ólst þar upp við leik og störf og mikið frelsi. Ég kynntist eiginkonu minni Brynju Pálmadóttur í Laugaskóla og árið 1965 fluttum við til Húsavíkur, þar eignuðums við og ólum upp börnin okkar þau heita, Rut f. 1965, Gríma Eik f. 1966 og Röðull Reyr f. 1978. Árið 1999 fluttum við í Garðabæ og þaðan í Hveragerði 2016 eftir starfslok og höfum búið hér síðan.