Minecraft - Námskeið C
Námskeiðið verður haldið í C3LL4R sem er nýtt rafíþróttaver í Bungubrekku! C3LL4R er fullbúið öllum þeim græjum sem alvöru spilarar gætu þurft á að halda.
Námskeiðið stuðlar að jákvæðri samskiptahæfni og samvinnu þeirra sem mæta á námskeiðið. Farið verður yfir grunnþætti Minecraft leiksins undir leiðsögn þjálfara.
Þetta námskeið er eitt af þremur Minecraft námskeiðum sem verður haldið í sumar þar sem markmiðið er að endurgera Hveragerði í leiknum! Unnið verður markvisst að því að kenna hugbúnaðarvinnu, rannsóknarhæfni, úrvinnslu mynda og ganga.
Námskeiðið er haldið í Rafíþróttaveri Bungubrekku dagana 12. og 14. ágúst klukkan 13:00 - 16:00
Gott er að taka með sér létt nesti og vatnsflösku!
Allar skráningar fara fram á Sportabler hérna.
Vinsamlegast athugið að ef lágmarksskráning hefur ekki náðst þegar skráning lokar verður námskeið fellt niður og endurgreitt.