Fara í efni

Leshringur

Bókasafnið í Hveragerði 27. febrúar | 17:00-18:00

Næsti fundur leshrings bókasafnsins verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar. Þá verður fjallað um skáldsöguna Ráðgátan Henri Pick eftir franska rithöfundinn David Foenkinos.

Það verður heitt á könnunni að vanda og öll velkomin. Eintök af bókinni má nálgast í afgreiðslu bókasafnsins.

Um bókina:

Délphine verður stjarna í franska útgáfuheiminum þegar hún uppgötvar handrit eftir óþekktan höfund, Henri Pick. Bókin verður metsölubók en ekkja höfundar, sem er nýlátinn, kannast ekki við að hann hafi skrifað annað en einstaka innkaupalista í lifanda lífi. Frægur bókmenntagagnrýnandi, sem má muna fífil sinn fegurri, sér sér leik á borði að fletta ofan af ráðgátunni og komast í kastljósið á ný. Hugmyndarík og skemmtileg skáldsaga eftir David Foenkinos sem er margverðlaunaðaur metsöluhöfundur í Frakklandi.

Getum við bætt efni síðunnar?