DIRRINDÍ | Kammerkórinn Huldur í Hveragerðiskirkju
Hveragerðiskirkju
5. apríl | 17:00-18:00
Kammerkórinn Huldur syngur í Hveragerðiskirkju klukkan 17:00 laugardaginn 5. apríl næstkomandi.
Flutt verður fjölbreytt dagskrá af íslenskri kórtónlist úr smíðum þekktra tónskálda á borð við Snorra Sigfús Birgisson, Önnu Þorvalds, Jón Ásgeirsson og John Hearne.
Frumflutt verður nýtt verk eftir Þórberg Bollason sem ber nafnið Huldur, samið við samnefnt kvæði Gríms Thomsen um kynjaveruna sem kórinn dregur nafnið sitt af. Einnig verða flutt ný verk eftir önnur tónskáld innan kórsins.
--------------------------------------
Dyrnar opna klukkan 16:45 og miði kostar 2500kr. (þó enginn posi á staðnum, hægt verður að greiða með reiðufé, Aur eða með millifærslu)
Hlökkum til syngja fyrir ykkur og sjá sem flesta
!
--------------------------------------
Dyrnar opna klukkan 16:45 og miði kostar 2500kr. (þó enginn posi á staðnum, hægt verður að greiða með reiðufé, Aur eða með millifærslu)
Hlökkum til syngja fyrir ykkur og sjá sem flesta

Hlekkur á viðburð: https://fb.me/e/9cvUbh8I3
UM KÓRINN:
Huldur var stofnuð af Hreiðari Inga Þorsteinssyni, að hausti 2021 og er nafnkostur kórsins huldurin (sem beygist eins og Hildur/brúður). Huldurin er kynjavera sem býr í fossum, lindum, lækjum og í djúpum hafsins., saumar sólarljós í döggina og í fossana og knýr gjálfur aldanna fram með langspili sínu, eða eitthvað þvíumlíkt. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika og frumflutt öróf íslenskra kórverka á skammri ævi sinni. Um þessar mundir vinnur kórinn að hljómplötu í fullri lengd, með styrk frá upptökusjóði Tónlistarmiðstöðvar og Stefs. Einnig stefnir kórinn til Basel í sumar (ekki til að keppa í Eurovision) heldur sem fulltrúi Íslands á Ungkórahátíð Evrópu (EJCF). Kórstjóri og listrænn stjórnandi Huldar er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
Huldur var stofnuð af Hreiðari Inga Þorsteinssyni, að hausti 2021 og er nafnkostur kórsins huldurin (sem beygist eins og Hildur/brúður). Huldurin er kynjavera sem býr í fossum, lindum, lækjum og í djúpum hafsins., saumar sólarljós í döggina og í fossana og knýr gjálfur aldanna fram með langspili sínu, eða eitthvað þvíumlíkt. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika og frumflutt öróf íslenskra kórverka á skammri ævi sinni. Um þessar mundir vinnur kórinn að hljómplötu í fullri lengd, með styrk frá upptökusjóði Tónlistarmiðstöðvar og Stefs. Einnig stefnir kórinn til Basel í sumar (ekki til að keppa í Eurovision) heldur sem fulltrúi Íslands á Ungkórahátíð Evrópu (EJCF). Kórstjóri og listrænn stjórnandi Huldar er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
Getum við bætt efni síðunnar?