Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. júní 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu á deiliskipulagi Hólmabrúnar, Dalsbrúnar og Hjallabrúnar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að heimila sólstofur við parhús í Hjallabrún, í samræmi við þegar fengnar heimildir fyrir sólstofum í Dalsbrún, sem og að heimila byggingu tveggja hæða íbúðarhúss á lóð Hólmabrúnar 20, í samræmi við jarðvegsaðstæður á lóð.

Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt undir málsnúmeri 786/2024, liggur frammi á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20 sem og á heimasíðu Hveragerðisbæjar.

Sjá tillögu um deiliskipulagsbreytingu hér.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera skriflega athugasemd með umsögn á Skipulagsgátt, í síðasta lagi 19. júlí 2024.

Allar fyrirspurnir skulu berast á netfangið hildur@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 19. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?