Fara í efni

Viðburðadagskrá fyrir aðventu og jól

Viðburðadagskrá fyrir aðventu og jól

Jólaljósin eru farin að lýsa upp skammdegið hér í Hveragerði og aðventan er á næsta leyti. Það verður ýmislegt um að vera í bænum á aðventu og jólum svo nú ætlum við að safna saman öllum viðburðum á einn stað og gefa út bæði í prentuðu formi og rafrænu. Þannig geta þeir sem vilja komið sínum viðburðum á framfæri og bæjarbúar fylgst með því sem er um að vera á einum stað. Þá þarf enginn að missa af neinu. 😊

Þess vegna óskum við nú eftir upplýsingum um alla þá viðburði sem eru framundan á þessum tíma frá aðventu og til þrettándans s.s. smiðjur, upplestur, aðventukvöld, tónleika, opin hús hjá félagasamtökum, helgihald, jólaböll, föndur, íþróttaviðburði og alls konar uppákomur sem ykkur finnst eiga erindi við bæjarbúa.

Við verðum auðvitað líka með virkt dagatal á vef bæjarins eins og venjulega og nú verður sérstaklega hægt að velja að viðburður birtist undir „Jól í bæ“. Þar setjið þið sjálf inn efnið til samþykktar og það verður svo sett í birtingu svo fljótt sem auðið er.

Þá er bara að hafa hröð handtök því við stefnum á að vera komin með allt efni í bæklinginn í lok dags nk. fimmtudag, 21. nóvember svo hann komist í prentun og dreifingu áður en aðventan gengur í garð.

Vinsamlegast sendið upplýsingar um viðburði á netfangið sigridurhj@hveragerdi.is.


Síðast breytt: 19. nóvember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?