Vetrarfrí fjölskyldunnar í Hveragerði 15. feb. til 8. mars 2020
Verum saman, það er gaman
Velkomin í Hamarshöll
Opið hús fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu frá kl. 10 – 12 alla daga, aðgangur ókeypis fyrir fjölskyldur.
Íþróttafélagið Hamar býður uppá kynningu á fjölbreyttu starfi deildarinnar dagana 2. og 3. mars nk. kl. 10 – 13 og verða þjálfarar með fótboltaleiki, fimleikafjör, badminton og síðan er frjáls leikur með foreldrum/forráðamönnum.
Velkomin í sund
Sundlaugin Laugaskarði býður afsláttargjald fyrir fjölskylduna frá kl. 10 – 17
2 fullorðnir og 2 börn kr. 1750.
Opið virka daga frá kl. 06:45 - 20:30 og um helgar frá kl. 10:00 – 17:30
Velkomin í Listasafn Árnesinga
Lærið að búa til skemmtileg og litríkt origami. Allt efni á staðnum og þátttaka ókeypis.
Origami er japönsk list við pappírsbrot sem hefur öðlast vinsældir utan Japans og er eitt af listformum nútímans.
Markmið origami er að móta skúlptúr úr flötum pappír með því að brjóta hann saman. Í origami er pappír hvorki klipptur né límdur.
Einnig eru Manga teiknimyndabækur á safninu þar sem hægt er að læra að teikna eftir vissum reglum Manga-teiknimyndasögunnar sem sterk hefð er fyrir í Japan.
opið fim.d. – sunnudaga frá kl. 12 – 18, aðgangur ókeypis.
Þjónustuaðilar í Hveragerði bjóða ávallt gesti velkomna.