Vaxandi ánægja með þjónustu Hveragerðisbæjar
11.03
Frétt
Ánægja bæjarbúa í Hveragerði hefur aukist á milli ára samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup. Í flestum þáttum er Hveragerðisbær á pari við landsmeðaltal og yfir því í nokkrum. Bæjarráð Hveragerðisbæjar gerði eftirfarandi bókun á fundi ráðsins síðastliðinn fimmtudag:
„Könnun Gallup lögð fram til kynningar. Heildarniðurstaða könnunarinnar er ánæjuleg og sýnir að allir þættir, nema einn, sem mældir voru sýna stíganda og meiri jákvæðni með þjónustu bæjarins á milli ára. Það er mikilvægt að vinna markvist í framhaldinu með niðurstöðuna og tryggja að ánægja með þjónustu Hveragerðisbæjar haldi áfram að vaxa, brýnt er að fagrýna hvað má gera betur og tryggja umfram allt að sveitarfélagið verði áfram í forystu gæða sveitarfélaga.“
Síðast breytt: 11. mars 2025
Getum við bætt efni síðunnar?