Fara í efni

Tillaga að nýju deiliskipulagi lóðarinnar Breiðamörk 1c í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 9. mars sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóð Hótels Arkar, Breiðamörk 1c í Hveragerði, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsreiturinn afmarkast af Breiðumörk til austurs, Bjarkarheiði til norðurs, Réttarheiði til vesturs og opnu svæði til suðurs. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar Breiðumörk 1c og koma þannig til móts við aukna þörf á gistirými í Hveragerði.

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá og með mánudeginum 20. mars til mánudagsins 1. maí 2017. Tillagan er einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík og á heimasíðu Hveragerðisbæjar sjá nánar hér Skipulagstillaga Breiðumörk 1C.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi þriðjudaginn 2. maí 2017 annað hvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis Sunnumörk 2 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 16. mars 2017
Getum við bætt efni síðunnar?