Fara í efni

Sýningarlok og leiðsögn í Listasafni Árnesinga

Komið er að lokum sýningarinnar Nautn / Conspiracy of Pleasure og á síðasta sýningardegi, sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 verða þrír af sex listamönnum með leiðsögn um eigin verk en það eru Anna Hallin, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné. Sýningin hefur almennt fengið góðar viðtökur en þó einnig blendnar enda viðfangsefnið stundum viðkvæmt. Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og manneskjulega rækt við unað og ánægju annars vegar og hins vegar þess að gangast þessum eiginleikum hömlulaust á vald?

Sýningin er eins konar könnunarleiðangur um ólíkar birtingarmyndir nautna; hvernig hún þær birtast í neyslusamfélagi samtímans, sem árátta, neysla og /eða erótík en líka líka í glímunni við efni og áferð við listsköpun. Auk þeirra þriggja sem ræða um verk sín á lokadegi sýningarinnar eru þar einnig verk eftir Birgi Sigurðsson, Eygló Harðardóttur og Guðnýju Kristmannsdóttur sem þegar hafa rætt um eigin verk. Í spjalli við listamenn verða oft til áhugaverðar samræður með gagnlegum upplýsingum og því tilhlökkunarefni að heyra hvað þau Anna, Helgi og Jóhann hafa að segja.

Listasafn Árnesinga Austurmörk 21, 810 Hveragerði sími: 483 1727


Síðast breytt: 24. mars 2017
Getum við bætt efni síðunnar?