Starfsfólk vantar í leikskólann Undraland
Starfsfólk vantar í leikskólann Undraland
Getur verið að þú sért einmitt rétta manneskjan fyrir okkur?
Leikskólinn tók til starfa í núverandi húsnæði 2017 og í honum dvelja um 115 börn á sex aldursskiptum deildum. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til 6 ára.
Í Undralandi er starfað samkvæmt lögum um leikskóla og Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni, vináttu, málrækt og nám í gegnum leik og hreyfingu. Unnið er með námsefni Leikur að læra, Vináttuverkefni Barnaheilla og málhljóð Lubba.
Leitað er að leikskólakennurum í störf á deildum og til greina kemur að ráða í heil störf eða eða hlutastöður. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í janúar-febrúar.
Ef ekki fæst menntaður leikskólakennari verður ráðið í stöðu leiðbeinanda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
- Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
- Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og störfin henta öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til og með 30. desember. Umsóknum skal fylgja ferilskrá eða upplýsingar um nám og fyrri störf og skal skilað í gegnum íbúagátt Hveragerðisbæjar: www.hveragerdi.is eða til leikskólastjóra með tölvupósti: undraland@hveragerdi.is.
Nánari upplýsingar veitir
Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri
S: 8678907 / undraland@hveragerdi.is