Fara í efni

Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðisbæjar.

Niðurstöður sýna í síðustu viku benda til að enn hafi deifikerfið ekki náð að skolast út, og enn er unnið út frá þeirri tilgátu að borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu hafi komið hreyfingu á jarðveginn og valdið skertum gæðum á neysluvatninu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að útskolun á flóknu dreifikerfi getur tekið tíma.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi.

Svo kölluð heildarúttekt var gerð á neysluvatninu í síðustu viku, sem felur í sér ítarlega eðlis- og efnagreiningar, sem eru sendar til greiningar á rannsóknarstofu í Svíþjóð og var beðið um flýtimeðferð á þeim greiningum. Niðurstöður hafa þegar borist og eru allar niðurstöður undir viðmiðunarmörkum.

Ný sýni voru tekin í gær en niðurstöður koma væntanlega nk. föstudag.


Síðast breytt: 10. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?