Fara í efni

Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðis

Niðurstöður frá sýnatökum heilbrigðiseftirlitsins (HSL) frá því á föstudag, sem komu í hús í dag, gefa til kynna að gildi sem hafa mælst við sýnatökur og takmarkað gæði vatnsins, eru á hraðri niðurleið. Það eru góðar fréttir.

Þau gildi gefa vísbendingar um að hreyfing hafi komist á jarðveginn í kringum framkvæmdir við nýja borholu í þar síðustu viku og haft áhrif á gæði vatnsins, eins og kom fram í tilkynningu frá HSL á föstudaginn og birt var á heimasíðu bæjarins. Þar sagði;

Niðurstöður úr sýnatökum sem bárust fyrr í dag benda til að lyktar- og bragðgallar vatnsins orsakist af mengun úr jarðvegi. Mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu á svæðinu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns en ekki öryggi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekar að vatnið er ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess séu ekki viðunandi.

Áfram verða tekin reglulega sýni og þau rannsökuð.

Ekki hafa fundist kólí / ecolí gerlar í sýnum og vatnið drykkjarhæft að mati HSL.

Þá er komin rannsókn / gasgreining Veitna á sýni sem tekið var í miðvikudaginn í síðustu viku sem sýnir að engin olíuefni né rokgjörn lífræn efni eru í sýninu, hvorki í vatns né loftfasa.

Þá er von á niðurstöðum úr heildarefnagreiningu sem send var út til Svíþjóðar í síðustu viku.

Áfram verður unnið að greiningu og úrbótum þar til vatnið verður komið í bestu gæði aftur.

Hér á heimasíðunni birtum áfram við fréttir af stöðu mála.


Síðast breytt: 1. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?