Fara í efni

Skólahald fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar 2025

Skólahald fellur niður í dag 06.02. Skólinn opin fyrir fólk í brýnni neyð, þá verði skrifstofu skólans og stjórnendum tilkynnt um komuna með tölvupósti. Opnun frístundaheimilisins Bungubrekku verður í athugun um hádegi.

Spáð er einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum sem munu hafa mjög mikil og víðtæk samfélagsleg áhrif. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið ógnar lífi. Viðbúið að samgöngur falli niður og aðgengi að innviðum og þjónustu skerðist verulega. Veður sem þessi eru sjaldgæf og krefjast umfangsmikilla aðgerða sem hefta þjónustu og daglegt líf almennings.

Bestu kveðjur,
Sævar Þór Helgason, skólastjóri.


Síðast breytt: 6. febrúar 2025
Getum við bætt efni síðunnar?