Fara í efni

Íslandsleikarnir á Selfossi dagana 29. -30. mars 2025

Íslandsleikarnir verða haldnir á Selfossi dagana 29. -30. mars 2025. Leikarnir eru fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu íþróttastarfi og eða eru með stuðningsþarfir.

Á leikunum er keppt í fimm íþróttagreinum fótbolta, körfubolta, handbolta, fimleikum og frjálsum. Einnig verða opnar æfingar í þessum sömu greinum sem öllum er frjálst að mæta í.

Leikarnir eru mikið ævintýri fyrir þátttakendur sem eru mörg hver að gista í skólastofu í fyrsta sinn og upplifa hverskonar sigra og ævintýri.

Markmið leikanna er fyrst og fremst að hafa gaman og ýmis afþreying verður í boði, s.s. Kvöldvaka, sundlaugar Party og lokahóf.

Sjá nánar á Allir með


Síðast breytt: 10. mars 2025
Getum við bætt efni síðunnar?