Fara í efni

Húsnæðisáætlun Hveragerðisbæjar 2025

 

  • Áætlað er að íbúum fjölgi um 598 manns á næstu 5 árum sem er fjölgun um 17 prósent
  • Fjöldi íbúða í byggingu í dag er í takt við fólksfjölgun í sveitarfélaginu
  • Hveragerðisbær ætlar að skapa skilyrði svo hægt sé að byggja um 52 íbúðir á ári og allt að 261 íbúð næstu 5 árin

Hveragerðisbær hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun áætlar sveitarfélagið að mannfjöldi aukist um 1.628 eða 48 prósent næstu 10 árin. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 612 manns frá árinu 2020 eða um 21 prósent.

Sjá nánar í frétt frá HMS -  Fjölg­un íbúa í Hvera­gerði kall­ar á metn­að­ar­fulla upp­bygg­ingu.

Húsnæðisáætlunina má finna á vef Hveragerðisbæjar. 


Síðast breytt: 19. febrúar 2025
Getum við bætt efni síðunnar?