Fara í efni

Hefur þig dreymt um að syngja í skemmtilegum karlakór?

Vetrarstarf Karlakórs Hveragerðis hefst miðvikudagskvöldið 26. september kl. 19:30 í Vesturási í Hveragerði en það er salur við Hverahlíð 15 beint á móti Hveragerðiskirkju.

Kórinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár en í honum er hressir karlar úr Hveragerði, Ölfusi, Selfossi og víðar. Stjórnandi og undirleikari er Örlygur Atli Guðmundsson. Æft er einu sinni í viku, miðvikudagskvöld frá 19:30 til 21:30. Lagavalið er létt og skemmtilegt og þá má ekki gleyma góðum vinskap sem myndast við að syngja saman í kór. Kórinn stefnir á tónleikaferð til Ítalíu haustið 2019.

Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir á fyrstu æfinguna 26. september. Það verður tekið vel á móti öllum með bros á vör.

F. h. Karlakórs Hveragerðis, Heimir Örn Heiðarsson, formaður.


Síðast breytt: 21. september 2018
Getum við bætt efni síðunnar?