Foreldrafærninámskeið í Hveragerði
Hveragerðisbær hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu Föruneyti barna á vorönn 2025. Verkefnið er samstarf Mennta- og Barnamálaráðuneytisins og Háskóla Íslands og er þróunarverkefni um foreldrafærni á Íslandi. Námsefnið sem unnið er með kallast Tengjumst í leik (e. Invest in play)(hlekkur á www.investinplay.com) en það er þróað af alþjóðlegu teymi og byggt á rannsóknum.
Foreldrum barna fæddra 2019 í Hveragerði er boðið á þetta námskeið sér að kostnaðarlausu.
Námskeið munu hefjast í janúar og ljúka í mars/apríl en hver hópur hittist einu sinni í viku í tvo klukkutíma í senn í 12 vikur. 12-15 foreldrar geta verið saman í hóp og munum við bjóða upp á nokkrar tímasetningar til að reyna að koma til móts við sem flesta foreldra. Báðir foreldrar barnsins eru hvattir til að koma saman á námskeiðið (þar sem um er að ræða tvo foreldra).
Það er í skoðun að bjóða upp á gæslu fyrir börnin á meðan á námskeiðinu stendur til að auðvelda foreldrum að sækja námskeiðið.
Fyrir frekari spurningar hafið samband við Sólveigu Rós skipuleggjanda verkefnisins í netfang: solveigros@hveragerdi.is
///////////////////////////////////////////////
Umsagnir um Tengjumst í leik:
Rannsóknarniðurstöður iiP í DK eru eftirfarandi:
- iiP dró úr hegðunarvandamálum hjá börnum
- iiP dró úr streitu foreldra
- Foreldrar í iiP voru ánægðir með námsefnið
Umsagnir um Tengjumst í leik frá foreldrum á Íslandi:
Foreldrar lýstu námskeiðinu sem mjög hjálplegu og sögðu það hafa veitt þeim sjálfstraust í að beita aðferðum heima. Þeir nefndu sérstaklega eftirfarandi atriði sem gagnleg: •Vika 1: Hugsanir, tilfinningar og hegðun
Foreldrar upplifðu nýja innsýn í tengsl milli hugsana, tilfinninga og hegðunar. Einn sagði: "Það fékk mig til að hugsa um mikilvægi þess að vera samstilltur." Þeir fundu einnig fyrir bættri sjálfsvitund sem hjálpaði þeim að bregðast betur við börnum sínum.
- Vika 2: Leikur og lýsandi ummæli
Foreldrar töluðu um mikilvægi barnastýrðs leiks og lærðu að greina á milli mismunandi leikstíla. Þeir töldu myndböndin og æfingarnar í tímum sérstaklega gagnlegar.
- Vika 3 og 4: Lýst ummæli (félagsleg, námstengd og tilfinningaleg)
Þeir fengu nýjar hugmyndir um hvernig á að styrkja náms- og félagsfærni barna með lýsandi ummælum og lærðu að nota tilfinningalegan orðaforða til að hjálpa börnum að sjálfstýra. "Tilfinningakort … hvernig ég get hjálpað barninu mínu að sjálfstýra."
- Vika 5: Lýsingarhrós Foreldrar lærðu að leggja áherslu á jákvæða hegðun með hrósi. Þeir nefndu sérstaklega 5:1 regluna sem áhrifaríka leið til að hvetja til góðrar hegðunar. "Svo snjallt efni, ég hlakka til að nota það í daglegu lífi."
- Vika 6: Verðlaunakerfi Þeir fengu innsýn í hvernig best sé að nota verðlaunakerfi á einfaldan hátt án þess að þau verði of flókin. Margir lýstu því að allt efnið væri gagnlegt. "Allt!"