Drónaflug vegna kortagerðar á vegum Eflu
23.04
Frétt
Á næstu dögum mun EFLA verkfræðistofa fljúga með drónum yfir byggðina á Hveragerði. Markmið með fluginu er að taka myndir vegna kortagerðar og fyrir vefsjá sveitarfélagsins.
Flogið er í um 100 m hæð yfir landi og farið fram og til baka yfir öll byggð svæði. Gögn sem koma úr þessu flugi eru mjög nákvæm en eru ekki persónugreinanleg.
Síðast breytt: 23. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?