Breiðamörk lokuð tímabundið!
08.08
Frétt
,,Gefð‘onum blóm" söng Hörður Torfa um árið og í kvöld - fimmtudaginn 8. ágúst frá kl. 19:00 verður regnbogafáninn stækkaður og málað verður framhald af núverandi fána frá Skólamörk og yfir á Breiðumörk í átt að hraðahindruninni við Skyrgerðina. Einnig verður málað yfir skemmdaverkin sem unnin voru á núverandi fána.
Breiðumörk verður því lokuð fyrir umferð á þeim parti frá kl. 18:00 - 21:00 í kvöld.
Við hvetjum íbúa til að koma og leggja málefninu lið....og jafnvel ,,gefa rúsínupoka með hnetum"...
Síðast breytt: 8. ágúst 2024
Getum við bætt efni síðunnar?