Fara í efni

Laust starf - Forstöðumaður frístundamiðstöðvar Bungubrekku

Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að leiða áfram farsælt frístundastarf í frístundamiðstöðinni Bungubrekku. Frístundastarfið í Bungubrekku fékk tilnefningu til íslensku menntaverðlauna 2023. Hveragerðisbær er stoltur af starfsemi Bungubrekku og leitar eftir öflugum leiðtoga til starfa sem hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn að bætast í og leiða frábæran starfsmannahóp.

 

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagi
  • Mannauðsmál og leiðtogahlutverk frístundamiðstöðvar
  • Stýrir faglegu starfi, stefnumótun og þróun innra starfs í samræmi við stefnu bæjarins
  • Sér til þess að til staðar séu áætlanir um framkvæmd þjónustunnar, að þær séu endurskoðaðar reglulega og þeim framfylgt við framkvæmd þjónustunnar í samræmi og þá verkferla, reglur og lög er varða frístundamál sveitafélaga
  • Frumkvæði í samskiptum og aðgerðum til að styðja við og styrkja forvarnamál og þjónustu í frístundum
  • Seta í nefndum og ráðum er varða starfið
  • Samstarf og samvinna við lykilstofnanir innan sem utan sveitarfélagsins

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.a.m tómstundafræðum er kostur
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Haldbær reynsla af mannaforráðum, rekstri og áætlanagerð æskileg
  • Reynsla af breytingastjórnun, umbótastarfi og skipulagi teymisvinnu
  • Þekking á og geta til að starfa í anda þeirra meginhugmynda um gildi frístundaþjónustu
  • Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, góðir skipulagshæfileikar og lausnamiðuð nálgun
  • Leiðtogafærni og eiginleiki til að taka þátt í og stýra breytingum og þróunarstarfi
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér nýja hluti er viðkoma tæknilausnum í starfi
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að halda góðu starfi áfram í blóma

Frístundamiðstöðin leiðir frístundastarf ólíkra hópa á ólíkum aldri fyrir sveitafélagið Hveragerði. Starfið hefur verið í mótun undanfarin ár og metnaður mikill að horfa til þess að viðhalda og efla þjónustuna til framtíðar. Við Bungubrekku starfar kraftmikill hópur starfsmanna og hefur starfsmannavelta verið lítil. Menntunarstig starfsmanna er hátt og tækifæri til áframhaldandi þróunar mikil.

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is með ferilskrá og kynningarbréfi.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is


Síðast breytt: 27. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?