Fara í efni

Dýrahald

Í Hveragerði er bæði hunda- og kattahald leyft að uppfylltum skilyrðum sem segir til í samþykktum bæjarins. Hér er hægt að nálgast samþykktir bæjarins hundahald og kattahald.

Umsóknir um leyfi fyrir hunda- og katthaldi fara fram í gegnum íbúagátt

Sækja þarf sérstaklega um leyfi fyrir hunda- og kattahaldi og greiða gjald fyrir skráningu og árgjald. Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við málaflokkinn.  Í Hveragerði eru tvö svæði ætluð fyrir lausagöngu hunda.  Annað fyrir smáhunda neðan við Heiðarbrún og hitt við Ölfusborgir fyrir stærri hunda.  Hveragerðisbær hefur gert samning við félagið Villiketti sem annast umhirðu villikatta í bæjarfélaginu og er bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi kattahald í bæjarfélaginu. 

Dýraeftirlitsmaður Hveragerðisbæjar er Kristján Jónsson, annast hann daglegt eftirlit með gæludýrahaldi í Hveragerði í samræmi við samþykktir um hunda- og kattahald Hveragerðisbæjar.

Ómerkt, handsömuð dýr eru auglýst hér á heimasíðunni. 

Ef gæludýr eru í óskilum hafið þá samband við Kristján hundafangara í s.822 2299. 

 

 

Síðast breytt: 26.08.2021
Getum við bætt efni síðunnar?