Fara í efni

Bæjarstjóri

Ágæti lesandi!

Velkominn á heimasíðu Hveragerðis-bæjar. Með heimasíðunni viljum við veita sem greiðastan aðgang að stjórnkerfi bæjarins. Hér má finna upplýsingar um nefndir og ráð, stofnanir og starfsemi, ásamt þjónustu sem bærinn veitir. Þá eru einnig á heimasíðunni upplýsingar um fyrirtæki og félagasamtök í bænum.

Við viljum hvetja bæjarbúa til að fylgjast með málefnum síns sveitarfélags en í þeim tilgangi eru fundargerðir allra nefnda og bæjarstjórnar aðgengilegar á heimasíðunni. Íbúar í nútíma samfélagi eiga kröfu um gott aðgengi að upplýsingum og að á sjónarmið þeirra sé hlustað. Með heimasíðunni er komið til móts við þær kröfur en hér eru upplýsingar um netföng starfsmanna sveitarfélagsins til að auðvelda aðgengi íbúa að þeim. Einnig er hér að finna rafræn eyðublöð til að sækja um ýmis leyfi og þjónustu á vegum bæjarfélagsins.

Heimasíðunni er ætlað að kynna Hveragerði út á við. Kynna fyrirtæki, þjónustu og menningu staðarins. Við viljum kynna Hveragerði sem ferðamannabæ um leið og við viljum gera sem flestum grein fyrir því hversu gott það er að búa í Hveragerði.

Notkun netsins við öflun upplýsinga eykst stöðugt. Starfsmenn Hveragerðisbæjar gera sér sífellt betur grein fyrir mikilvægi heimsíðunnar. Við viljum að heimasíðan verði lifandi samskiptatæki íbúa og stjórnsýslu. Með öflugu samstarfi okkar allra gerum við góðan bæ betri. Hafir þú ábendingar eða athugasemdir um það sem betur má fara hvetjum við þig til að koma þeim áleiðis á netfang bæjarfélagsins: hve@hveragerdi.is eða setja þig í samband við viðkomandi starfsmann, hér má finna upplýsingar um starfsfólk bæjarins .

Bestu kveðjur

Geir Sveinsson

geir@hveragerdi.is
Ráðningarsamningur Geir Sveinsson

Síðast breytt: 04.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?