Fara í efni

Lýðheilsa í Hveragerði

Í Hveragerðisbæ eru lýðheilsumál í fyrirrúmi og tekur bærinn þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag hjá Embætti Landlæknis.

Umgjörð til frístundastarfs er til fyrirmyndar í Hveragerðisbæ og hvetur fólk á öllum aldri til þátttöku í íþróttum, hreyfingu, útivist og annarri frístundastarfsemi. Góð samvinna bæjarfélagsins, íþrótta- og frístundafélaga og annarra aðila stuðlar að bættri lýðheilsu íbúanna.

Meginmarkmið Hveragerðisbæjar í málaflokknum er að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættrar lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, iðkunar íþrótta og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Einnig að tryggja börnum og ungmennum öruggt umhverfi þar sem unnið er markvisst gegn áhættuhegðun, svo sem einelti, ofbeldi, klámvæðingu og notkun vímuefna.

Hveragerðisbær er eftirsóknarvert bæjarfélag til búsetu vegna sjálfbærrar nýtingar náttúru og umhverfis til útivistar fyrir alla. Hveragerðisbær tekur m.a. þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag undir formerkjum Embættis Landlæknis.

 

Íþrótta- og frístundastefna Hveragerðisbæjar 

 

 

 

Síðast breytt: 05.10.2020
Getum við bætt efni síðunnar?