Fara í efni

Leikskólinn Óskaland

Leikskólinn Óskaland er fjögra deilda leikskóli

Leikskólinn Óskaland tók til starfa 22.febrúar 1994 í leiguhúsnæði við Fljótsmörk 4. Þar starfaði leikskólinn í 10 ár til ársins 2004 er flutt var í núverandi húsnæði að Finnmörk 1. Fyrri hluti leikskólans Óskalands var tekinn í notkun 1. júlí 2004. Síðari hluti húsnæðisins var vígður á haustmánuðum 2007. Leikskólinn er 660 fermetrar að stærð með fjórum deildum. Tvær deildir eru í hvorum enda hússins með sameiginlegum listaskála. Yngri deildir eru í vestari hluta hússins og eldri deildir í austari hluta hússins. Í miðju hússins er fjölnota salur, skrifstofur, kaffistofa, starfsmannaaðstaða og mötuneyti. Tekið er á móti börnum frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Hádegismatur er eldaður í leikskólanum Undralandi og sendur í Óskaland.

Lóðin er nokkuð stór með afgirtu svæði fyrir allra yngstu börnin. Við hverja deild er timburpallur sem nýta má á marga vegu. Á lóðinni eru hefðbundin leiktæki, s.s. rólur, klifurkastali, rennibraut, lítil sleðabrekka, sandkassar og vegasalt. Mjög stórt grassvæði er á lóðinni sem gefur mikla möguleika til fjölbreyttra hreyfileikja.

Framan við leikskólann eru opin hjóla-/vagnaskýli og sorptunnuskýli.

Margar gönguleiðir tengjast utan við leikskólalóðina og er stutt í ósnortna náttúru.

Hveragerðisbær á og rekur leikskólann Óskaland. Sveitarfélagið Ölfus hefur aðgang að leikskólaplássum samkv. samningi.

Kíktu einnig á þetta

Leikskólinn Undraland

Leikskólinn Undraland var tekinn í notkun í september 1982 með tveimur aldursskiptum deildum, í desember 1997 var þriðja deildin opnuð.  Leikskólinn f…
Þelamörk 62
810 Hveragerði
Sími: 483 4234
Síðast breytt: 10.08.2023
Getum við bætt efni síðunnar?