Húsaleigubætur

Hveragerðisbær greiðir húsaleigubætur skv. lögum nr. 138/1997 er tóku gildi 1. jan. 1998.
Sótt er um húsaleigubætur á þar til gerðu umsóknareyðublaði sem nálgast má á bæjarskrifstofu eða hér neðar á síðunni.
Nánari upplýsingar um húsaleigubætur veitir María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri, í síma 483-4000. Símatími mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-10.
Húsaleigubætur eru eftirágreiddar og skila þarf umsókn fyrir 16. dag fyrsta greiðslumánaðar til þess að eiga rétt á húsaleigubótum fyrir þann mánuð.

Hverjir eiga rétt?

Þeir leigjendur eiga rétt á húsaleigubótum sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili. Uppfylla þarf eftirtalin skilyrði varðandi húsnæðið:

 • Íbúðarhúsnæðið skal vera skilgreint sem íbúðarhúsnæði hjá byggingafulltrúa.
 • Íbúðarhúsnæðið verður að vera a.m.k. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða eldunaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu.
 • Ekki eru greiddar húsaleigubætur vegna leigu á einstaklingsherbergjum eða ef eldhús eða snyrting er sameiginleg fleirum.
 • Undanþegnir ofangreindu eru fatlaðir einstaklingar á sambýlum og námsmenn á framhalds- og háskólastigi sem leigja herbergi á heimavist eða á stúdentagörðum.

Hverjir eiga ekki rétt?

Þrátt fyrir að almenn skilyrði bótaréttar séu uppfyllt þá er réttur til húsaleigubóta ekki fyrir hendi í eftirfarandi tilfellum:

 • Ef húsnæðið sem um ræðir hefur verið skilgreint hjá byggingafulltrúa sem iðnaðar-, verslunar- eða skrifstofuhúsnæði eða bílskúr.
 • Ef íbúð er í bílskúr og hefur ekki verið samþykkt af byggingarfulltrúa.
 • Ef leigusali og umsækjandi, eða einhver sem býr með umsækjanda, búa í sama húsi og eru skyldmenni í beinan legg.
 • Ef umsækjandi eða einhver, sem í húsnæðinu býr með honum, nýtur réttar til vaxtabóta.
 • Ef leigusamningur er til skemmri tíma en 6 mánaða.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn

 • Afrit af síðasta skattframtali staðfest af skattstjóra.
 • Launaseðlar þriggja síðustu mánaða allra heimilismanna.
 • Frumrit þinglýsts leigusamnings á staðfestu samningseyðublaði félagsmálaráðuneytis eða Íbúðarlánasjóðs. Þetta ákvæði á ekki við um félagslegar leiguíbúðir.
 • Staðfesting skóla um nám barna umsækjanda sem eru eldri en 20 ára og stunda skólanám í sex mánuði eða lengur á árinu.
 • Staðfesting á lögheimili í íbúð frá Hagstofu Íslands eða útprentað úr þjóðskrá.

Ath. umsókn er ekki afgreidd fyrr en öll fylgigögn hafa borist.

Hvernig eru húsaleigubætur greiddar út?

Húsaleigubætur eru eftirágreiddar og koma til greiðslu frá og með þeim mánuði sem réttur til bóta hefur verið staðreyndur. Bætur eru greiddar út mánaðarlega eigi síðar en 5. dag hvers mánaðar.

Umsókn um húsaleigubætur

Nánari upplýsingar og reikniforrit er að finna á heimasíðu félagsmálaráðuneytis.

Sérstakar húsaleigubætur Sérstakar húsaleigubætur voru samþykktar af félagsmálanefnd í janúar 2008 og eru veittar til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa lágar tekjur, þunga framfærslubyrði eða aðra félagslega erfiðleika.

Reglur um sérstakar húsaleigubætur

Umsókn um sérstakar húsaleigubætur