Fara í efni

Dagforeldrar

Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar, en velferðarþjónusta Hveragerðisbæjar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra og ráðgjöf við dagforeldra og foreldra. Allir sem fá starfsleyfi til daggæslu í heimahúsum þurfa að uppfylla skilyrði sbr. reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu í heimahúsum frá maí 2002.

Sækja um leyfi til daggæslu í heimahúsi.

Að velja dagforeldra

Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barn sitt er ráðlagt að þeir kynni sér vel þá þjónustu sem er í boði og kanni allar aðstæður á heimilinu sem nýttar eru til starfsins, t.d leikaðstöðu bæði úti og inni, hvíldaraðstöðu og leikfangakost. Mælt er með að foreldrar kynni sér starfsemi og aðstæður hjá fleiri en einu dagforeldri og velji síðan þann aðila sem þeim líst best á. Ráðlagt er að gera skriflegan samning milli foreldra og dagforeldra um dvalartíma barns og gjald fyrir dvölina. Bent er á að ákvörðun um vistun barns er ætíð á ábyrgð foreldra.

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt að öll daggæsla í heimahúsum er niðurgreidd af Hveragerðisbæ samkvæmt ákveðnum reglum: 

Árið 2018 var samþykkt að foreldrar barna sem eru orðin 12 mánaða og velja að vera í vistun hjá dagforeldrum munu greiða sama gjald og á leikskóla frá 1. þess mánaðar sem næstur er á eftir eins árs afmælisdegi barnsins. Með þessu móti geta foreldrar valið um vistun hjá dagforeldrum eða leikskólavistun á tillits til kostnaðar. 

Niðurgreiðsla gjalda vegna barna hjá dagforeldrum

Hjón/sambúðarfólk niðurgreiðslur frá 9 mánaða aldri og þar til barn fer á leikskóla.
Einstætt foreldri niðurgreiðslur frá 6 mánaða og þar til barn fer á leikskóla.

Hjón og sambúðarfólk

Greitt niður kr. 7.850.- pr mánaðarklukkustund

4 klst - 31.400 kr.
5 klst - 39.250 kr.
6 klst - 47.100 kr.
7 klst - 54.950 kr.
8 klst - 62.800 kr.

Einstæðir, báðir foreldrar í námi,

Greitt niður kr. 9.085 pr. mánaðarklukkustund

4 klst - 36.340 kr.
5 klst - 45.425 kr.
6 klst - 54.510 kr.
7 klst - 63.595 kr.
8 klst - 72.680 kr.

 

Systkinaafsláttur o.fl. 

Systkinaafsláttur er veittur hvort sem systkini eru hjá dagforeldri, leikskóla eða í skólaseli. Yngsta systkini fær engan afslátt, næst yngsta 30%, gjaldfrjálst fyrir önnur eldri. Veittur er 5% afsláttur hafi foreldrar / forráðamenn sótt foreldrafærninámskeið.

Ef annað barn hjá dagforeldri og hitt á leikskóla er systkinafsláttur tekinn af leikskólagjaldinu.

Beiðnir um systkinaafslátt skal senda á leikskólastjóra.

 

Prentvæn umsókn - dagvistun

Síðast breytt: 22.06.2023
Getum við bætt efni síðunnar?