Gjaldskrá

Greiða skal fyrir móttöku sorps sem hér segir:

 • fyrir allt sorp frá heimilum, sem ekki getur talist falla til við daglegan heimilisrekstur og ekki ber úrvinnslugjald eða skilagjald, eins og t.d:
 • efni frá byggingu eða breytingum íbúðarhúsnæðis
 • eða vélahlutir frá bifreiðarviðgerðum
 • lagervörur eða fyrningar yfirteknar við húsakaup
 • úrgangur vegna húsdýrahalds.
 • fyrir allt sorp frá fyrirtækjum, sem ekki ber úrvinnslugjald eða skilagjald.

Óflokkað og óendurvinnanlegt sorp

Lágmarksgjald 1.000,- kr
Móttökugjald skv. mælingu 2.000,- kr/m3

Endurvinnanlegt sorp sem ber gjald

 • Timbur og annar grófur úrgangur
 • Brotajárn
 • Garða- og jarðvegsúrgangur Lágmarksgjald 500,- kr

Móttökugjald skv. mælingu 1.000,- kr/m3

Sorp án gjalds

Sorp frá heimilum, sem getur talist falla til við daglegan heimilisrekstur er gjaldfrítt. Eftirtaldar úrgagnstegundir bera úrvinnslugjald eða skilagjald og þarf því ekki að greiða móttökugjald fyrir það:

 • Fernur
 • Dagblöð og tímarit
 • Hjólbarðar
 • Bylgjupappi
 • Spilliefni
 • Bílar (yngri en árgerð 1988)

Kerruleiga

Gámastöðin leigir Hvergerðingum kerrur til flutnings á sorpi á gámastöðina Kerrupallur er að innanmáli 120 x 240 sm.
Gjald fyrir allt að 4 klst. leigu: 1.000,- kr