Flokkunarmöguleikar

Almennur heimilisúrgangur

Gámastöðin tekur við almennum þurrum úrgangi, sem fellur til við daglegan heimilisrekstur.
Gámafjöldi: Einn 18 m3 lokaður pressugámur

Brotajárn

Gámastöðin tekur við brotajárni og ýmsum málmtegundum. Í þennan flokk fer allur samsettur úrgangur þar sem málmur er í meirihluta. Brotajárn er flutt til Furu hf. í Hafnafirði.
Gámafjöldi: Einn 20 feta (33 m3) opinn gámur

Timbur og annar grófur úrgangur

Gámastöðin tekur við timbri og öðrum blönduðum úrgangi, oftast húsgögn, innréttingar, byggingahlutar úr timbri og stórar umbúðir.
Gámafjöldi: Einn 20 feta (17 m3) opinn gámur

Garðaúrgangur

Gámastöðin tekur við garðaúrgangi s.s. grasi, laufi, blóma- og jurtaleyfum og trjáafklippum. Efni eins og steinull, bönd, gifs, gler og steypa eru einnig flokkuð með garðaúrgangi.
Gámafjöldi: Einn 20 feta (17 m3) opinn gámur

Bylgjupappír

Gámastöðin tekur við pappakössum og umbúðum úr bylgjupappa.
Gámafjöldi: Einn 18 m3 lokaður pressugámur

Spilliefni

Gámastöðin tekur við ýmsum spilliefnum s.s. olíumálningu, terpentínu, rafhlöðum, illgresis- og skordýraeitri, kvikasilfurshitamælum, sýrum, bösum framköllunarvökvum o.s.fv. Efnunum skal skila á Gámastöðina, helst í upprunalegum eða traustum umbúðum með upplýsingum um innihald. Spilliefnin eru meðhöndluð að mestu hjá Efnamóttökunni hf. í Gufunesi.
Gámafjöldi: Einn 20 feta (35 m3) lokaður og læstur gámur (4-5 ker eru staðsett í gáminum).

Olíur

Gámastöðin tekur við olíum og bensíni sem fer í lítinn olíutank. Uppdæling ehf. sér um tæmingu og förgun olíunnar.
Gámafjöldi: Einn 3.0 m3 lokaður tankur.

Dagblöð og tímarit

Gámastöðin tekur við dagblöðum, tímaritum, tölvu-, ljósritunar-, prentara- og skrifpappír. Íslenska gámafélagið ehf. sér um söfnunina á þessum úrgangi og kemur honum til Sorpu sem sendir hann til endurvinnslu í Svíþjóð.
Gámafjöldi: þrír 1 m3 lokaðir gámar.

Fernur

Gámastöðin tekur við fernum með sama hætti og tekið er við dagblöðum og tímaritum. Á fernur er lagt úrvinnslugjald vegna söfnunar- og kostnaðar við endurvinnslu.
Gámafjöldi: Einn 1 m3 lokaður gámur.

Dósir og flöskur

Gámastöðin tekur við dósum og flöskum til styrktar Skátafélaginu Stróki, Hveragerði.
Gámafjöldi: Eitt 1,5 m3 lokað ker.

Fatnaður

Gámastöðin tekur við notuðum fötum fyrir Hveragerðisdeild Rauða kross Íslands.
Gámafjöldi: Tveir 3 m3 lokaðir skápar.

Nytjagámur

Gámastöðin tekur við húsgögnum til endurnotkunar. Almenningur getur sótt húsgögn í gáminn án endurgjalds.
Gámafjöldi: Einn 20 feta (35 m3) lokaður gámur.