Hátíðir

Viðburðir og hátíðir í Hveragerði 2018

19. apríl - sumarkomu fagnað

Opið hús á Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum og hækkandi sól fagnað í sundlauginni Laugaskarði.

6. júní - Sundlaugin Laugaskarði fagnar 80 ára afmæli

Afmælishátíð verður þann dag með fjölbreyttri dagskrá og er ókeypis aðgangur í sund frá kl. 17 - 22.

17. júní

Þjóðhátíðardagur okkar haldinn hátíðlegur með dagskrá allan daginn.

16. - 19. ágúst

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar - Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.

Desember

Jól í bæ - Jólahátíð bæjarins þar sem bæjarbúar og gestir fagna komu jólanna með fjölbreyttum viðburðum. Jólagluggadagatal bæjarins á fastan sess í jólaundirbúningnum.