Hátíðir

Viðburðir og hátíðir í Hveragerði 2017

20. apríl - sumarkomu fagnað

Opið hús á Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum og hækkandi sól fagnað í sundlauginni Laugaskarði.

17. júní

Þjóðhátíðardagur okkar haldinn hátíðlegur með dagskrá allan daginn.

23. - 25. júní

Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði. Þetta verður í sjöunda sinn sem mótið er haldið. Mótið er skemmtileg viðbót í landsmótsflóru UMFÍ en eins og nafnið bendir til þá er mótið fyrir þá sem eru 50 ára og eldri. Eins og á öðrum landsmótum þá er það íþróttakeppnin sem skipar stærstan sess á mótinu en síðan eru það fjölmargir viðburðir sem skreyta dagskrána.

17. - 20. ágúst

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar - Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir eru í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa.

Desember

Jól í bæ - Jólahátíð bæjarins þar sem bæjarbúar og gestir fagna komu jólanna með fjölbreyttum viðburðum. Jólagluggadagatal bæjarins á fastan sess í jólaundirbúningnum.