Menning og listir

Hveragerði býður upp á margvíslega menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa, enda í bæjarfélaginu starfandi fjöldinn allur af félagasamtökum og stofnununum sem tengjast menningu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og njóta þess sem boðið er uppá eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi.

Listasafn Árnesinga

Menningu og listum hefur verið gert hátt undir höfði í bæjarfélaginu. Listasafn Árnesinga er við Austurmörk. Þar eru reglulega settar upp metnaðarfullar sýningar eftir fremstu listamenn þjóðarinnar auk þess sem í húsinu er notalegt kaffihús.

Landsmót UMFÍ 50+

er íþrótta- og heilsuhátíð helgina 23. - 25. júní 2017. Keppt verður ýmsum íþróttagreinum eins og badminton, boccia, bridds, frjálsíþróttir, golfi, pútt, skák, strandblaki, sundi, þríþraut og utanvegahlaupi auk þess verða óhefðbundnar greinar í boði eins og stígvélakast, pönnukökubakstur, fuglagreining, jurtagreining og ringó. Einnig verður fjölbreytt afþreying alla mótsdagana. Sjá nánar á forsíðu heimasíðunnar.

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður ekki sumarið 2017 en bærinn mun verða blómum skrýddur eins og undanfarin ár.

Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar

er árlegur viðburður og á fastan sess í bæjarlífinu. Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi einkennir hátíðina sem hefur orðið viðameiri með hverju árinu. Árið 2017 verður hátíðin 17. - 20. ágúst.

Bókasafnið

Í bókasafni bæjarins og á veitingastöðum bæjarins eru reglulega settar upp hinar fjölbreyttustu sýningar.