Sumarstörf 2017

skrifað 22. feb 2017
byrjar 31. mar 2017
 

Hveragerðisbær óskar eftir sumarstarfsmönnum í eftirtalin störf:

Ævintýranámskeið – stjórnendur og leiðbeinendur Starfið felst í umsjón og skipulagningu námskeiða 5 og 6 ára barna og 7 - 11 ára barna. Námskeiðin verða aldursskipt í sumar og eru verkefnastjórar yfir hvorum hóp.

Mikilvægt að starfsmenn hafi áhuga á að starfa með börnum og vilji takast á við fjölbreytt verkefni eins og útiveru, listsköpun, hreyfingu og sjálfstyrkingu. Þekking eða reynsla af starfi með börnum er kostur.

Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi, jmh@hveragerdi.is


Vinnuskóli Hveragerðisbæjar - yfirflokksstjóri - flokksstjórar

Óskað er eftir starfsmanni í starf yfirflokksstjóra vinnuskólans. Yfirflokksstjóri sér um daglegan rekstur vinnuskólans og deilir daglegum verkefnum til flokksstjóra.

Æskilegur aldur 20 ára og eldri.

Óskað er eftir starfsmönnum í störf flokksstjóra. Flokksstjórar stýra vinnuskóla-hópum í ýmsum umhverfisverkefnum fyrir Hveragerðisbæ.

Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Ari Eggertsson, umhverfisfulltrúi, ari@hveragerdi.is


Umhverfissvið Hveragerðisbæjar – almenn umhirða Starfsmenn í ýmis störf t.d í almenna umhirðu opinna svæða og fleiri umhverfisverkefni.

Æskilegur aldur 16 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Ari Eggertsson, umhverfisfulltrúi, ari@hveragerdi.is


Íþróttamannvirki – sundlaug

Starfið felst í sundlaugargæslu, þrifum og afgreiðslustörfum. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um að starfsmenn standist kröfur um hæfnispróf sundstaða.

Æskilegur aldur 20 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi, jmh@hveragerdi.is


Upplýsingamiðstöð Suðurlands

Starfið felst í afgreiðslu og móttöku ferðamanna. Þekking á landinu okkar fagra og þá sérstaklega Suðurlandi er kostur. Krafist er ríkrar þjónustulundar og tungumálakunnáttu.

Unnið er á vöktum. Nánari upplýsingar veitir Sigurdís L. Guðjónsdóttir, forstöðumaður, tourinfo@hveragerdi.is


Hveragarðurinn

Spennandi starf á sviði ferðamennsku en starfið felst í móttöku gesta og umhirðu svæðis. Krafist er ríkrar þjónustulundar, sjálfstæðra vinnubragða og tungumálakunnáttu.

Unnið er á vöktum.

Nánari upplýsingar veitir Sigurdís L. Guðjónsdóttir, forstöðumaður, tourinfo@hveragerdi.is


Heimilið Birkimörk

Óskum eftir sumarstarfsfólki á heimili fatlaðs fólks í Hveragerði. Í boði eru áhugaverð störf við að aðstoða fatlað fólk við heimilishald og athafnir daglegs lífs. Um er að ræða vaktavinnu, umsækjandi verður að vera orðin 18 ára.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, birkimork@hveragerdi.is


Gæsluvöllur

Starfsmenn vantar á gæsluvöll sem verður starfræktur í sumar frá 10. júní – 15. ágúst. Vinnutíminn er frá kl. 13 – 17. Þekking eða reynsla af starfi með börnum er kostur.

Æskilegur aldur 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi, jmh@hveragerdi.is

Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttöku bæjarskrifstofu, Sunnumörk 2.