RÚTUFERÐIR Í BLÁFJÖLL
skrifað 01. feb 2019
byrjar 02. feb 2019
Ungmennafélag Selfoss í samstarfi við rútufyrirtækið Guðmund Tyrfingsson býður upp á sætaferðir á skíðasvæðið í Bláfjöllum í febrúar.
Fyrsta ferðin verður farin á morgun, laugardaginn 2. febrúar, og er lagt af stað frá Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, klukkan 10:00. Einnig verður stoppað við N1 í Hveragerði.
Heimferð úr Bláfjöllum er klukkan 14:00 og áætluð heimkoma á Selfoss kl. 15:00.
Það kostar kr. 2.500 í rútuna og er hægt að greiða með greiðslukorti eða peningum í rútunni.
Allar nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðunni Vetraríþróttir á Selfossi og nágrenni.
—
Upplýsingar um frekari áætlun í febrúar kemur á næstu dögum.
fleiri fréttir
-
21. feb 2019Heilsuefling fyrir eldri íbúa
-
21. feb 2019Bangsar bæjarins brugðu á leik
-
18. feb 2019Fjölsóttur foreldrafundur
-
05. feb 2019Leikfélag Hveragerðis
-
04. feb 2019Loksins komið skautasvell
-
30. jan 2019Ánægja íbúa mest í Hveragerði
-
29. jan 2019Sýningin Huglæg rými í Listasafn Árnesinga
-
25. jan 2019Vinningshafar í jólagluggaleiknum
-
24. jan 2019Hækkuðu fasteignamati mætt með lækkaðri álagningu
-
24. jan 2019Flokkun úrgangs er forgangsmál